Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Page 35

Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Page 35
Nasreddin varð ergilegur á svipinn: „Ég lenti í deilu við kellu mína. Hún sparkaði í frakkann minn, svo hann valt niður stigann- með miklum skruðn- ingum.“ „Ekki getur nú orðið mikill hávaði af því að einn frakki velti niður stiga?“ „Þú ert heimskingi, góði,“ svaraði Nas- reddin, „ég var sjálfur í frakkanum.“ 5- Eitt sinn, er Nasreddin var að pré- dika, hóf hann ræðu sína með þessum orðum: „Vitið þér, kristnu systkini, hvaða boðskap ég ætla að flytja ykkur?“ „Það vitum við ekki,“ anzaði söfnuð- urinn. „Þá er tilgangslaust að flytja ykkur hann,“ sagði Nasreddin og yfirgaf ræðu- stólinn. í annað sinn hóf Nasreddin prédikun sína á sama hátt. „Já, við vitum það,“ var svar safnaðararins í þetta skiptið. „Nú jæja, úr því að þið vitið það,“ sagði Nasreddin, „þá get ég sparað mér að fara að segja ykkur það aftur,“ og hvarf síðan á brott. Söfnuðurinn skaut á fundi og kom sér saman um svar í næsta skiptið. Þegar Nasreddin hóf í þriðja skiptið prédikun sína á sömu spurningunni, sögðu sumir safnaðar- menn: „Já, við vitum þaðj“ en aðrir hrópuðu: „Nei, það vitum við ekki!“ En Nasreddin lét í engu fipast: „Af- bragð! Þeir, meðal yðar, sem vitið það, skuluð segja það hinum, sem vita það ekki.“ 6. Einhverjum náunga datt í hug að' reita Nasreddin til reiði, og sagði: „Kon- an þín er búin að missa vitglóruna.11 Nasreddin varð hugsi. „Hvað ertu að hugsa?“ spurði gárung- inn. „Hvernig getur konan mín misst vit- glóruna, þar sem mér er ókunnugt um að hún hafi nokkurntíma haft hana?“ var svar spekingsins. 7- Einu sinni er Nasreddin fór í baðhús, fengu baðverðirnir honum óhrein hand- klæði og sýndu honum heldur litla virð- ingu. Þegar Nasreddin hafði baðað sig og yfirgaf baðhúsið, fékk hann vörðun- um tíu skildinga í þjónustugjald, en slíkt var mjög höfðingleg greiðsla. í næsta sinn er hann kom til baðhúss- ins vissu verðirnir varla á hvern hátt þeir gætu sýnt honum nægilega virð- ingu og stimamýkt. Þeir réttu honum beztu handklæðin og smurðu hann ilm- andi olíum. En í þetta skiptið rétti Nasreddin þeim aðeins einn skilding í þjónustu- gjald. Baðverðirnir urðu bæði vonsviknir og „Sjáið þið nú til,“ sagði þá Nasreddin. „Þessi e-i-n-i skildingur er greiðsla fyr- ir þjónustu ykkar síðast; tíu skilding- arnir, sem þið fenguð þá, voru hinsvegar greiðsla fyrir þjónustu ykkar núna.“ 8. Einn nemandi hins fróða Nasreddins lagði einu sinni fyrir hann þessa spurn- ingu: „Hversu lengi halda menn áfram að fæðast og deyja?“ Nasreddin svaraði án umhugsunar: „Þangað til Himnaríki og Helvíti rúma ekki fleiri.“ ÚTVARPSTÍÐINDX 35

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.