Lindin - 01.01.1929, Síða 5
„Lindin“.
Þrá mannssálarinnar leitar »upp yfir fjöllin háu«.
Hún leitar í hæðir fullkomnunarinnar, hæðir alkær-
leikans — leitar lífsins — leitar alföður. Þráin eftir
ttuði býr í brjósti sérhvers manns, í djúpum sérhverr-
ar mannssálar. Allir þrá — allir leita. Því fleiri fetin
sem mannssálin stígur á braut sinni, um jarðneska
heiminn, því ákveðnar segir þessi þrá til sín. Verk-
efni kirkjunnar og presta hennar er m. a. fólgið í
þessu tvennu: að hjálpa þeim sem leita til þess að
finna og benda mönnunum á, hvernig þeir með breytni
sinni og þjálfun hinna andlegu afla, sem í þeim búa,
fá náð fullkomnunartakmarki.
Ritið, sem hér hefur göngu sína, vill þá fyrst og
fremst eiga þann tilgang, að veita slíka hjálp. Það
ætlar að ræða eilífðarmálin. Það vill verða ljós í leit
þeirra, sem taka sér það í hönd, lind, sem svalar.
Prestafélag Vestfjarða, sem stofnað var á ísafirði 1.
sept. 1928, stendur að ritinu, og stjórn þess annast
ritstjórnina. Allir meðlimir félagsins hafa áformað að
skrifa í það, og auk þess allmargir áhugasamir leik-
menn á Vestfjörðum. Ritið er sérstaklega ætlað Vest-
firðingum og verða því einkum tekin til íhugunar mál
þau, sem varða kirkju- og kristnihald hér á Vestfjörð-
um. Annars mun ritstjórnin verða frjálslynd að því
er viðvíkur rúmi í ritinu. Hún mun ekki einskorða sig
1*