Lindin - 01.01.1929, Qupperneq 7
L I N D I N
Jólin.
— Ljós og gleði. —
Ljóshátíðin mikla kemur enn. í hjörtum miljóna
manna er gleðin tendruð. Frelsarinn er fæddur. Sá
boðskapur er um jólin birtur um víða veí'öld. Hann er
birtur í ræðu og riti, í söng og ljóði. Bylgjur Ijósvak-
ans bera hann um geiminn, út um höf og lönd. Marg-
ar eru þær hendurnar,. sem á jólunum eru útréttar
eftir hinni helgu bók, sem geymir veraldarinnar stór-
feldasta gleðiboðskap. Mörg eru þau augun, sem hvíla
á letrinu, sem hann er skráður með, og margar eru
þær tungurnar, sem mæla fram orðin: »Fæddi hún þá
son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann
í jötu...« Við þenna boðskap tendrar mannkynið ljós á
jólunum. Hann er þungamiðja ljóshátíðarinnar. Hann
er ljósgjafi hennar og gleðigjafi. Já, víðsvegar eru
jólaljósin kveikt. Kirkjur og guðsþjónustuhús ljóma í
ljósadýrð. Híbýli vor eru ljósum prýdd. Ljósin eru
skart hátíðarinnar. Og ljósin eiga mátt. Þau vekja
gleði og þau veita huggun. Vér sannfærumst fljótt
um, hver gleðigjafi þau eru, er vér horfum á hin glöðu
andlit barnanna. Að þau veiti huggun, getum vér einn-
ig sannfærst um, er vér hugsum til sorgarbarnsins,
sem kveikir jólaljós — eða hins sjúka, sem lætur bera
það að beði sínum. Alstaðar bjart — jafnvel einnig í
myrkvastofu fangans. Hún verður líka bjartur veru-
staður á. helgri jólahátíð. Bjart hið ytra — bjart hið
innra. Og hvað veldur? Sendiboðar guðs fara með boð-
skap himinsins frá höllinni til hreysisins, frá hinum
fullkomnasta og hamingjusamasta manni til hins
breyskasta, vesalasta og allra óhamingjusamasta. »Sjá,
ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mún öllum
lýðnum«. Hann hefur oftsinnis verið birtur á jörðinni,
þessi boðskapur, en þó er hann í raun réttri altaf nýr.