Lindin - 01.01.1929, Page 9
L I N D I N
1
fanst yl og hlýju móðurhjartans, og föðurhöndin var
lögð á litla kollinn þinn. Þú minnist þess, að það voru
sannar yndis- og ánægjustundir, er fagnaðarboðskap-
ur jólanna var fluttur heima, og hinir yndisfögru
sálmar um fæðingu sveinsins, í Betlehem, voru sungn-
ir af ástvinum þínum. —
Vér höfum öll, sem börn, numið þann boðskap við
móðurbrjóst, að mesta velgjörð guðs við oss mennina
og stærsta sönnun kærleika hans væri sú,- að hann gaf
oss soninn. Og vissulega gæti yfirskrift Ijóshátíðar-
innar verið: Kærleikur guðs.
Lífið er stundum hart og kalt. Oss hryllir við örlög-
um margra manna í heimi hér. Mannanna, sem fæðast
hingað til þess að ganga á þyrnibrautunum, sem eiga
við sífelda þjáning að búa og lifa við hugarkvöl. Oss
hryllir við ranglætinu öllu, sem frá öndverðu hefir átt
sér stað í þessari veröld. Sársaukinn og bölið í heim-
inum hefir vissulega átt sinn stóra þátt í að vekja
brennandi þrá í brjóstum mannanna eftir því, að fá
ráðnar hinar miklu og þungu ráðgátur tilverunnar.
Engill jólanna sagði: »Verið óhræddir. Því sjá, ég
boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðn-
um. Því að yður er í dag frelsari fæddur«. Og er hann,
Kristur, hóf starf sitt og prédikun sína, tók hann þeg-
ar að segja oss frá kærleika guðs, sem vakir yfir sér-
hverjum af oss, sem elskaði oss svo heitt, að hann
sendi soninn fullan náðar og kærleika -— til þess að
allur ótti, öll hræðsla, mætti hverfa — og vér verða
fullkomlega örugg. — Jólaljósin knýja oss til að fagna,
en þau minna oss einnig á, að vér eigum að þakka. —
Ég veit, að hversu vel, sem um þig fer í þessum heimi,
og hversu ánægður þú kant að vera með það, sem þér
mætir, hér í reynsluskólanum, þá finnur þú, að kær-
leiki guðs er.þér meira virði en alt annað — og að þú
getur því aðeins átt gleðileg jól, að þú finnir og sért
þess fullvís, að þú lifir í skjóli hans. Ef vér eigum þá