Lindin - 01.01.1929, Side 10
8
L I N D I N
meðvitund, þá eignm vér gleðileg jól — jafnvel á
hverju sem gengur — hið ytra.
Hina fyrstu jólanótt braust ljósið niður frá himni
guðs. Birta drottins ljómaði um fjárhirðana. Og ljós-
ið, sem upplýsir hvern mann, var að koma í heiminn.
Það ljós verður aldrei slökt; það lýsir mannkyninu um
óendanleg ár á eilífðarbrautinni.
Látum jólaboðskapinn minna oss á, að sérhver mað-
ur getur átt þátt í því að auka birtuna á jólunum og
yfirleitt í mannlegu lífi. Það er einkennileg og fögur
frásögn, er ég minnist í því sambandi: Það var söfn-
uður, sem nýlega hafði tekið kristna trú. Hann var
bláfátækur og alt starf innan hans á frumstigi. Guðs-
þjónustuhúsið var fátæklegt og þar skorti margt, sem
prýða mátti og á vorum dögum þykir ekki gott að kom-
ast af án. Það voru óskrifuð lög, að þá er guðsþjónust-
ur voru haldnar, skyldi, að minsta kosti hver fjöl-
skylda, leggja til eitt kertaljós. Þegar svo fyrsta kerta-
ljósið hafði verið sett í látlausan tréstjakann, eða í
gluggann, þá var guðsþjónustan hafin. Eftir því sem
söfnuðurinn í kirkjunni stækkaði, eftir því varð bjart-
ara og bjartara, því að allir töldu það skyldu sína, að
koma með ljós. —
í mannlífinu er þörf á fleiri ljósum. Heimilin mörg
þarfnast þeirra, og ótal margir menn þurfa meira af
ljósi og yl kærleikans. Það er fagurt jólaáfonn að
leggja til ljós, þar sem þess er saknað — að bera ljós
út í lífið, út í umhverfi vort. Og vafalaust er slík við-
leitni í samræmi við óskir hans, sem á jólunum fædd-
ist. »Þannig lýsi ljós yðar mönnunum...« sagði hann.
Þar sem ljós kærleikans logar, ríkir heilög gleði. —
Þar eru jól.
Drottinn gefi þér gleðileg jól!
Drottinn hjálpi þér til að tendra ljós-þitt og bera
það út á meðal þeirra, sem í skuggum sitja.
Sigurgeir Sigurðsson,