Lindin - 01.01.1929, Page 12
10
L I N D I N
á kirkjan hlutverk að vinna fyrir þjóðina alla. Hún á
að vera kirkja þjóðarinnar.
Frá fornu fari er nánara samband milli kirkju
þjóðar hér á landi, heldur en víða annarstaða’iv Kirkj-
an og þjóðin eru bundnar hvor annari, bæði söguleg-
um böndum og í löggjafarefnum. Hlutdeild kirkjunnar
í íslenzku þjóðlífi hefur frá byrjun veiúð mikil og
merkileg. Saga kirkjunnar og saga landsins eru mjög
samtvinnaðar alt fram yfir miðja átjándu öld. Allir
atburðir, sem máli skiftu fyrir kirkjuna, voru líka
mikilvæg'ir fyrir þjóðina. Kirkjan hafði mikil áhrif á
sögu þjóðarinnar, og oftast til góðs. Dökku blettirnir
í sögu íslenzkrar kirkju eru, sem betur fer, eigi marg-
ir, og sumir þeirra, eða jafnvel flestir, voru af stjórn-
arfarslegum málum runnir.
Áhrif kristindómsins urðu brátt eftir kristnitökuna
furðu mikil. Löggjöfin tók að snúast meir í mannúðar-
átt. Reyndar var mannúðarlöggjöfin í byrjun ófull-
komin, en þó var hún skref í rétta átt.
Um margar aldir var það líka kirkjan og hennar
menn, sem báru bókleg fræði á herðum sér.
Eigi er það lítils vert, hve skjótt kristindómurinn
náði með áhrif sín inn í daglegt líf og hætti þjóðarinn-
ar. Barnamorð hætta mjög bráðlega og eru álitin
glæpur. Fám árum eftir kristnitökuna, er komin gagn-
gerð breyting á þjóðlífið. Friðaröldin rennur upp, far-
sældartímabil í veraldlegum og andlegum efnum.
Hér skal eigi frekar rakið gildi og áhrif kristin-
dóms og kirkju á liðnum öldum í íslenzku þjóðlífi. Að-
eins skal bent á það, að reynslan hefur sýnt það, hér
á landi eins og í öðrum löndum, að þar sem kristileg
kirkja hefur náð að starfa, þar hefur hún reynst nýr
og lifandi kraftur í þjóðlífinu, kraftur, sem hóf þjóð-
ina á hærra stig, beindi henni inn á betri lífsbraut, og
veitti henni andlega lyftingu. Og oft hefur kirkjunni