Lindin - 01.01.1929, Page 13
L I N D I N
11
tekist að sameina til blessunarríkra starfa ýmsa sundr-
aða krafta, sem til voru með þjóðinni.
Sagan varðveitir í þessum efnum sem öðrum reynsl-
una. Það er ekki unt né æskilegt, að hverfa aftur til
liðinna tíma, en það má læra af reynslu liðinna tíma.
Kirkjan starfar vegna þjóðarinnar, og vill færa
þjóðlífinu og einstaklingum þjóðarinnar verðmæti og
hjálp, sem þjóðin mundi að miklu leyti án kirkjunnar
fara á mis við. Kirkjan hefur verið máttugt menning-
arafl í þróun þjóðlífsins og hún hlýtur að geta haldið
áfram að vera það.
Það má segja að kirkjan hafi tvær hliðar. Hún er
samfélag kristinna manna og hún er starfstofnun hins
kristilega boðskapar. Hér er aðallega rætt um hana sem
starfstofnun, og er þá jafnframt augljóst að kirkja og
kristni er ekki nákvæmlega eitt og hið sama. Einstak-
lingar geta. verið trúræknir og kristnir, en verið þó
utan við kirkjuna. Kristni var t. d. til hér á landi fyrir
árið 1000, því kristnir menn voru til víðsvegar um
land. Kirkja er hin skipulagsbundna lcristni, sem fæst
við ákveðin viðfangsefni og hagar starfi sínu eftir
vissum meginreglum. Hún er starfstofnun kristilegs
boðskapar og farvegur kristilegra áhrifa. Hún er
flestu öðru fremur samstarf guðlegfa og mannlegra
krafta í heimihum. Reyndar er ekki svo að skilja, að
Guð eigi ekki fleiri leiðir að hjörtum manna, en enga
þá, sem gagnstæð sé anda og starfi kirkjunnar, sé
kirkjan hugsjón sinni trú.
Það eni umbrota- og straumhvarfatímar, sem nú
standa yfir. Þekkingu manna fleygir ört fram. Mentun
almennings hefur aukist verulega. Vísindin eru sífelt
að vinna nýja sigra og nema ný lönd. Menn vita nú
skil á mörgu, sem áður var ráðgáta. Verklegum fram-
förum fleygir fram, og öfl náttúrunnar gerast mönn-
um smám saman undirgefin. Lífsbaráttan er líka orð-