Lindin - 01.01.1929, Side 28
26
L I N D I N
mótlæti, myrkri og villu, uppörfar hugfallna og þraut-
mædda, veitir deyjendum fróun og lifendum líkn.
Guð ætlast vissulega til þess, að mitt í lífsbaráttu
og margvíslegum hverfleik beri kirkjan mönnum boð-
skap Ijóssins frá strönd æðri og fullkomnari heima;
boðskap um óslítandi handleiðslu og eilífan varanleik.
Og að hún varpi ljósi á vegu þjóðarinnar í lífsins
margvíslegu vandamálum.
Margir bei-a áhyggjur vegna kirkjun'nar og and
legrar velferðar manna á komandi tímum, í þessu landi
og öðrum löndum.
Það er þó eigi víst, nema ástæða geti verið til þess
að vera bjartsýnn. Hin nýja menning og efnislega
þekking hefur flætt svo ört yfir heiminn, að í raun og
veru er varla við því að búast, að mannkynið hafi enn
fengið ráðrúm til að átta sig til fulls á gildi alls þessa
og melta það.
En alt gengur í öldum. Það er óvíst, að á næstu tíma-
bilum verði straumur nýrrar efnisþekkingar jafn yfir-
gnæfandi og einhliða, og byltingarnar í lifnaðarhátt-
um og hugsunarhætti jafn örar. Þegar hlé verður á, og
nýjungarnar eru hættar að vera nýjungar, þegar þær
ei’u orðnar hversdagslegur hlutur, þá fyrst fá menn
tóm til að átta sig á þeim og kryfja til mergjar hvað
þær raunverulega hafa haft að bjóða og hvað þær
vanta, til að fullnægja mannssálinni.
Er þá ekki ólíklegt, að menn kæmust að þeirri nið-
urstöðu, að hin æðri sjónarmið hafi tilfinnanlega vant-
að, og að á þeim tímum, sem nú standa yfir, hafi skeð
fyrirbrigði ekki ólíkt því, þegar »nýtt tungl« gengur
um stund fyrir sólina og myrkvar hana.
En þegar sólin kemur aftur í ljós, skín hún skært og
Irlýtt eins og áður og menn verma sig við geisla henn-
ar. Og »vaxandi tungl« tekur þá einnig sjálft smám
saman að varpa meiru og meiru af Ijósi hennar til vor.