Lindin - 01.01.1929, Side 32
30
L I N D I N
ungum, sem aðrar þjóðir hafa reynt á þessari öld. Vér
lofum þig, sökum þess að þú í elsku þinni hefir vakað
yfir vorri fátæku og fámennu þjóð. Og vér biðjurn þig,
himneski faðir, veit oss mátt í veikleika vorum, styrlc
og huggun í öllu andstreymi lífsins. Veit oss vísdóm
til þess að sækja kraft, ávalt nýjan kraft í þá blessun-
arlind almættis og eisku, sem þú lætur alla tilveru
hvíla í. Ivenn oss að njóta þessa kraftar með því að
lifa í innilegu og nánu samfélagi við frelsara vorn
Drottinn Jesúm Krist. Lát tilfinningar vorar, hugsan-
ir og vilja helgast af kærleika hans og styrkjast af ná-
lægð hans.
Himneski faðir, veit oss í veikleika vorum hið rétta
hugarfar máttarins. Gef oss þá náð, að tileinka oss
barnaréttinn, almáttugi Guð. Miskunna þú oss, himn-
eski faðir. Veit oss sálarfrið og krafta. í Jesú nafni.
Amen.
(II. Kor. 9, 12).
Fösfoidag.
Guð náðarinnar, himneski faðir vor. Lát oss lifa alt
líf vort í meðvitund um þá fórn, sem Rristur hefir
fært fyrir oss á Golgata. Veit oss þá náð, að fyrir um-
hugsun um dauða hans streymi læknandi ljósmagn inn
í sálir vorar. — ------Lát þú hjörtu vor vera gagn-
tekin harmi og iðrun, er vér horfum á hans deyjandi
ásjónu, og gef að harmur vor breytist ekki í örvænt-
ingu, en að friðþægingarkraftur hans dauða endur-
næri sálir vorar og veiti oss vilja til að vera á braut-
um kærleikans.---------Guð í himnum. Kenn oss að
krjúpa í sannri auðmýkt og bæn að fótum vors kross-
festa frelsara og veit oss öllum þinn frið. í Jesú nafni.
Amen.
(Jes. 68, 6).