Lindin - 01.01.1929, Side 33
L I N D I N
3Í
Laugardag.
Almáttugi, algóði, himneski faðir. Lát þinn heilaga
anda hvíla yfir oss við öll störf vor og hugsanir, svo
að vér öðlumst réttan skilning á vilja þínum og ríki.
-----Kenn oss að vera samverkamenn þínir og vinna
að komu ríkis þíns. Kenn oss að fórna öllu hinu hverf-
ula og fánýta fyrir það varanlega, óendanlega verð-
mæti þíns heilaga ríkis. Himneski faðir, drag oss til
þín, gef oss órofa tryggð í vináttunni, heilagleik í líf-
erninu, auðmýkt og alúð í skyldunum. Kenn oss að
haga allri vorri breytni eftir sjónamiiði andans og
eilífðarinnar. Lát þú oss hvern dag lauga sálir vorar
í hinu ósýnilega ríki trúarinnar. Vér þökkum þér, al-
máttugi, algóði himneski faðir fyrir allar gjafir þín-
ar. Vér þökkum þér, að þú hefir opinberað oss vilja
þinn og beint augum vorum til ríkis þíns, að þú hefir
gefið oss frelsara vorn, Drottin Jesúm Krist.
Meistari vor og Drottinn, Kristur. Blessa þú oss með
Keilagri merveru. þinni. Blessa þú 'ávöxtinn af 'störfum
vorum á liðnum tíma. Blessa þú athafnir vorar í fram-
tíð. Ver með oss, vernda oss og blessa allar vorar æfi-
stundir. Bænheyr oss sökum þíns óumræðilega kær-
leika, Drottinn vor og frelsari, Jesús Kristur. Amen.
(Matt. 6, 33).
Stað í Súgandafivði 11. okt. 1929.
Halldór Kolbeins.