Lindin - 01.01.1929, Side 36
34
LINDIN
lítið«, tautaði jeg og lagði aftur augun, en amma hóf
söguna.
»Guð hafði rekið mennina úr Paradís, og þau, sem
ekkert höfðu þurft fyrir lífinu að hafa, þui-ftu nú alt
í einu að sjá sér fyrir öllu. Já, það mátti nú segja,
að þau neyttu síns brauðs í sveita síns andlitis. Á dag-
inn brendi sólin þau, á næturnar nísti kuldinn þau.
Eirðarlaus flökkuðu þau um og fanst þau hvergi eiga
höfði sínu að að halla. Viílidýrin hræddust þau, og þau
áttu fult í fangi með að veiða sér til matar, og smám
saman læsti örvæntingin helgreipum sínum um sálir
þeirra.
Kvöld eitt, þegar Adam kom heim, dauðuppgefinn
eftir erfiðan og árangurslausan dag, fleygði hann sér
niður, jós sandi yfir höfuð sitt og formælti sjálfum
sér og henni, konunni, sem hafði bakað honum alt
þetta böl. Þegjandi hlustaði hún á þetta. Hún vissi
þetta alt saman og hafði altaf vitað. Adam hafði ekki
hugmynd um öll tárin, sem hún hafði felt og allar and-
vökunæturnar, sém hún hafði átt, þegar hugsunin um
sektarþungann hafði varnað henni svefns.
Adam var þreyttur og sofnaði brátt, þá stóð konan
upp og fór af stað. Hún stefndi í vesturátt, þangað
sem kvöldroðinn gylti hlið hinnar mistu Paradísar,
eða ef til vill var það logasverðið, sem ljómaði þar.
Leiðin var löng og henni virtist hún aldrei mundi kom-
ast, en loksins komst hún alla leið.
Engillinn með logasverðið stóð þar strangur og al-
varlegur.
»Hvað vilt þú?« spurði hann og rödd hans var eins
og þruma.
»Ó, herra!« stundi konan, »hversvegna er refsing
þín svo hræðileg? Léttu þessari byrði, lífinu, af okk-
ur, við getum ekki meira«. Eins og þýður vindblær
hljómaði rödd Drottins: »Bæn þína get jeg ekki upp-
fylt, dóttir, orð mín eru óbreytanleg. En engil vil jeg