Lindin - 01.01.1929, Síða 37
L I N D I N
gefa ykkur mönnunum fyrir förunaut í lífinu, þegar
þið eruð að örmagnast, mun hann leggja hönd sína
huggandi á hjörtu ykkar, svo að þau fyllist gleði og
friði og fullvissu um að sjá ykkar horfnu Paradís aft-
ur. Far þú í friði«.
Konan fór, en hún fór ekki einsömul, með henni fór
vonin niður til jarðarinnar«.
»Nú er æfintýrið búið, barnið gott, en ég skal segja
þér nokkuð. Jeg er orðin gömul, og ég hefi oft og mörg-
um sinnum fundið, hve dýrmæt vonin er þegar kol-
svartur hamraveggur örvæntingarinnar umkringir
okkur á allar hliðar, bendir vonin okkur að líta hærra
og þá megum við eiga víst að sjá blessaða sólina ein-
hvei-s staðar á lofti. Þegar dauðinn slítur ástvinina frá
okkur, þá er það vonin, sem segir okkur að við munum
sjá þá aftur, og hafi heimurinn svift okkur gleði, þá
hjálpar vonin okkur til að eignast þúsund sinnum
dýpri og sannari gleði«.
Jeg stóð upp, þakkaði ömrnu fyrir æfintýrið, og fór.
Jeg ætlaði að hugsá betur um það, og jeg er að því
enn þá.
Afstaða ísl. þjóðkirkjunnar
til trúflokka og trúmálahreyfinga
nútímans.
Erindi flutt á Prestafjelagsfundi á ísafirði í sept. 1928.
Kröfur tímans hrópa hástöfum til kirkjunnar: Þú
hefur áskilið þjer rjett til að veita forystu í siðferði-
legum og andlegum efnum; þú hefur fullyrt að kristin
trú megnaði og mundi leysa vor vandamál. Gerir hún
3»