Lindin - 01.01.1929, Síða 44
42
L I N D I N
en hingað til. Að hafa anda Krists er ekki aðeins að
eiga frelsi hans, heldur að hafa lífsskoðmi hans. Lífs-
skoðun Krists er tvíþætt, og miklu meira bundin við
þennan heim, en menn hafa viljað vera láta, þar er
um að ræða sáluhjálp einstaklingsins og heill og ham-
ingju heildarinnar. Kirkja vor hefur lagt alt of einhliða
áherslu á fyrra atriðið, og hætt við að gleyma því, að
enginii verður alsæll á meðan einhver er vansæll. Heill
og hamingja heildarinnar, sem þá um leið verður sálu-
hjálp einstaklingsins, er áreiðanlega það sem Jesús
hafði fyrir augum er hann bað: »Komi ríki þitt, vérði
vilji þinn, svo á jörðu, sem á himni« — það sem hann
lifði fyrir og dó. Að þetta sje lífsskoðun Krists, verð-
ur oss ljóst, er vjer athugum hvert hún á rætur sínar
að rekja. Að svo miklu leyti, sem menskum mætti er
ekki ofvaxið að rekja, á lífsskoðun Krists rætur sínar
að rekja í fegurstu hugsjónum spámanna Gamla Testa-
mentisins og stendur þar föstum fótum. Hugsjónir
Gyðinganna ná hámarki sínu í þessu tvennu: trúnni á
einn Guð og þar af leiðandi einingu mannkynsins alls,
og í því mannfjelagslega rjettlæti sem þeir boða, það
getur hver sjeð sem les Amos og Jesaja. Þegar að A-
mos hefur talað hörðum orðum til þeirra, sem lifa
sjálfir í allsnægtum en níðast á þeim, sem lægra eru
settir í mannfjelaginu og tilkynt þeim að Guð hafi
engar mætur á ölturum þeirra og fórnum, ljóðum og
hörpuslætti, þá hrópar hann til þeirra: »Látið heldur
rjettinn vella fram sem vatn og rjettlætið sem sírenn-
andi læk«.* Til þessara hugsjóna Gyðinga á lífsskoðun
Krists rót sína að rekja. Á Krists tímum voru þai- aust-
ur frá greiðar samgöngur og mikil viðskifti; en einnig
mikil örbirgð, vesaldómur og þrælkun. Þjer vitið við
hverjum hann gaf sig. Þar sem þeir voru hinir sið-
spiltu, og hinir kúguðu, þar var hann allur. Enginn
* Amos 5 24.