Lindin - 01.01.1929, Page 46
L I N D I N
44
líta á kirkjuna og afstöðu hennar frá trúaríegu sjón-
armiði, jeg á við sjónarmið þess mænns, sem metur
trúfrelsis lífsskoðun Krists og trú hans meir en alt ytra
valdboð, meir en öll játhingarbönd. Og sú á að vera
aðalstign hins evangeliska kristindóms. Frá því sjón-
armiði verður afstaða ísl. kirkjunnar til trúflokka og
trúmálahreyfinga og til hinna ýmsu stefnu og strauma
nútímans alt annar en áður. Vjer sjáum þá strax að
það er lítii ástæða til að áfellast eða lítilsvirða frá-
brugðnar skoðanir annara. Vjer sjáum alt of vel gall-
ana hjá sjálfum oss til þess; vjer heyrum alt of vel
kröfur tímans; vjer finnum svo glögt hve starfið er
stórt, að ekki veitir af að vera sem mest að unt er sam-
taka þeim, sem Krists verk vilja vinna, hvaða nafni,
sem þeir nefna sig, og hvaða skoðanir sem þeir kunna
að hafa á ýmsum trúaratriðum. Vjer sjáum blátt á-
fram, að í stað þess að vera tillukt og einangruð, kemst
sú kirkja næst því að vera bústaður hans, »sem alt vald
er gefið á himni og jörðu«, sem er nógu opin t'yrir
hverjúitn geisla sannleikans, hvaðan sem hann kemur.
Það má margt af öðrum læra og einnig þeim trú-
flokkum og trúmálahreyfingum, sem hjá oss eru. Bæði
baptistar og adventistai’ geta kent mönnum að hafa
áhuga á trúmálum, kent mönnum að verða biðjandi og
starfandi sjálfir, og að opna einhverntíma biblíuna
sína. Hitt ber að varast: ofstækið og áfellisdómana,
sem við marga trúflokkana loðir. Og þá eru trúmála-
hreyfingarnar ekki síður læi’dómsrikar. Ekki verður
ritningin þeim, sem þá bók annars lesa, síður kær fyr-
ir biblíurannsóknirnar, heldur þvert á móti og marg-
falt aðgengilegri. Ekki verður trú vor og eilífðarvon
oss síður björt og stei'k fyrir þann boðskap, sem spiri-
tisminn flytur. Og ekki ætti guðspeki að gera kristna
menn síður andlega sinnaða. Mitt ráð verður því ráð
Páls postula: »Rannsakið alt, og haldið því sem gott
er«. Verði sú afstaða ísl. kirkjunnar, mun hún aldrei