Lindin - 01.01.1929, Side 47
L I N D I N 45
verða á flæðiskeri stödd, en verða landi og- lýð til ómet-
anlegrar blessunar í framtíðinni.
Jeg hef viljað benda yður á, hve nauðsynlegt það
er, að líta á afstöðu ísl. kirkjunnar til trúflokka, trú-
málahreyfinga og anriara nútímamálefna, frá trúar-
legu sjónarmiði.frekar en frá rjettarfarslegu.svo fram-
arlega sem kirkjan á að reynast trú, og sinna þeim
kröfum, sem Guð gerir til hennar nú á dögum, að
vinna Krists verk. Jeg vil að ykkur sje það öllum Ijóst,
að kirkjan — engin kirkja — er einvöld lengur. Hún
verður að láta sjer nægja að sitja á þingi með öðrum
uppeldisstofnunum og stefnum, sem heyja baráttu lífs-
ins um ilt og gott, rjett og rangt, sannleik og lýgi. Hún
verður að þokast fram á vígvöllinn, berjast þar hinni
góðu baráttu og standa eða falla þar Drottni sínum.
Þess þarf ísl. kirkjan líka. En til þess verður hún að
láta leiðast af anda Krists — frelsi hans, lífsskoðun
hans, trú hans — og vera opin fyrir hverjum sann-
leika, hvaðan sem hann kemur.
Páll Sigurðsson.
»Vertu ekki hrædd, litla hjörð«.
(Lúk. 12. 32).
Kristin hjörb var hrjáb og smáð,
heimvr mebtók Ijósib eigi.
Orðin þessi lýstu upp lcíð
léiddu' og styrktu á þrautavegi.
»Hræðst þú eigi, hjörbin smá
himinsælu munt þú fá«.