Lindin - 01.01.1929, Side 50

Lindin - 01.01.1929, Side 50
48 L I N D I N sinnulausir. Því að niðdimm nótt trúleysis og siðleys- is hvíldi yfir jörðinni. Tómleiki eða óvissa ríkti í sál- um margra. Gömlu hugsjónirnar voru týndar. Menn leituðu að nýjum og fundu ekki. Trúin á gömlu goðin var að deyja út í hjörtunum. Gömlu trúarbrögðin voru búin að missa tökin á hugunum og þau fullnægðu ekki lengur trúarþörf manna. Menn leituðu til annara guða, sem þeim voru ókunnir. Þeir sneru sjer að útlendum trúarbrögðum til þess að svala þeirri þrá, sem með öllum mönnum hefir ávalt búið, þeirri þrá og þörf að styðjast við æðri eilíf öfl. Aðfengnu trúarhugmyo.dirn- ar voru flestum óljósar og á reiki; Þær skorti líf og afl til þess að gagntaka hugi manna alment. Sumir leituðu sjer svölunar í heimspeki, en fundu ekki þar hin eilífu sannindi. Heimspekin gat litla gleði og hugg- un veitt, nema þá helst einstöku mönnum, sem lærð- astir vo.ru og vitrastir. En allur almenningur, smæl- ingjarnir og þeir, sem fáfróðastir voru, fengu ekki notið hennar. Á þessum svartnættistímum mátti miskunnsemi og bróðurkærleiki sín ekki mikils. Ljósastur vottur þess er sú staðreynd, að með mikinn fjölda manna var far- ið, eins og væri þeir skynlausar skepnur. Siðleysið var á háu stigi en ofbeldi og óstjórn áttu góða daga. Menn hrifsuðu til sín af þessa heims gæðum sem mest þeir máttu, af því að þeir komu ekki auga á æðstu gæði lífsins. Ljettúð og trúleysi hrósuðu sigri í sálum manna og óvissa og kvíði lá eins og rnara á þeim og varnaði þeim flugsins upp á við. — En þrátt fyrir alla þessa eymd, vakti þrá í hjörtum margra og eftirvænt- ingin greip hugi manna því sterkari tökum, sem út- litið virtist versna. Gamli andlegi heimurinn var að kveðja en hinn nýi heimur að fæðast. Og þeir, sem þráðu og' væntu hjálpar og ljóss, urðu ekki fyrir von- brigðum. Því að hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, var að koma í heiminn. Birta guðsþekkingar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Lindin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lindin
https://timarit.is/publication/730

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.