Lindin - 01.01.1929, Page 53
L I N D I N
51
Lofgjörð lífsins.
Fafjri hevniur; Ijúfa líf!
Alt er signt af alvaldsmildi,
alt er mótað helgu gildi,
trygt er alt í Herrans hlíf.
Blómiö veika, barnið smáa
bjartur röðull, skugganótt,
furðudjúpið, fjallið háa
forsjón Drottins lýtur hljótt.
Himindýrð á hljóðri nátt,
árdagsroðans yndislogi,
aldan kvik á firði og vogi,
fegrar líf á Ijúfan hátt.
Djúpsett lögmál lífs og tíða
leiða alt á settri braut.
Stjóm í sögu er lands og lýða,
Ijóssins spá í myrkri og þraut.
Tilgang hefur æðstan alt:
lifsins alt skal efla gengi,
æðsta svo það vegsemd fengi,
döggin tær og duftið lcalt.
Æðst er fegurð ástin bjarta,
ímynd Drottins vem skær;
dýrstur sjóður, lielgað hjarta,
hvergi neitt þú grandað fær.
Lífið fegra öllu er.
Vizku Drottins veg þú greiðir,
vel að marki settu leiðir;
elska hans af öllu ber.
4