Lindin - 01.01.1929, Side 61
L I N D I N
59
meiri viðfangsefna. Það er einkum þetta þrent: vaxt-
arþrá, viljaþrek og stórhugur, sem skapaði mikilmenni
úr Friðþjófi Nansen og fjölmörgum öðrum stórmenn-
um sögunnar. Glæsilegar gáfui' geta hæglega lagst á
kodda værðarinnar og orðið að litlu liði fyrir mann-
fjelagið, en sterkur vilji og stórhugur þekkja eklci
værð og svefn.
Jeg ætla að segja litla sögu, sem reyndar er ekki
bundin við neinar persónur, heldur er altaf að gerast
við og við.
Tveir unglingar vaxa upp saman. Annar er talinn
hinum miklu fremri að gáfum. Honum gengur miklu
betur alt skólanám. Hann tekur hvert prófið öðru
glæsilegra, og allir gera sjer miklar vonir um hann og
telja hann hið mesta mannsefni.
Hinn er seinn og tregur til náms, tekur lakleg próf
og fáir vænta mikils af honum. En nú bregður svo
kynlega við, þegar þeir koma í »skóla lífsins«, að gáf-
aði unglingurinn verður bara ómerkur broddborgari
eða atkvæðalítill embættismaður, sem ekkert liggur
eftir til almenningsheilla, en hinn, sem menn gerðu
sjer litlar vonir um, verður hinn mesti merkismaður
og lætur eftir sig mikið og gott starf, sem heldur
minningu hans á lofti um langan aldur.
Hvernig getur staðið á þessu?
Það kemur af því, að gáfaði unglingurinn hefir val-
ið sjer þröngan starfshring, svo að hann hefir ekki
náð að vaxa eins og hann hafði hæfileika til, en hinn
hefir valið sjer mikil viðfangsefni og vaxið með þeim.
Hinn fyrnefndi hefir lifað einungis fyrir sjálfan sig,
en hinn hefir lifað fyrir hugsjón.
Þrengsti verkahringurinn, sem hægt er að velja sjer,
er sá að lifa og starfa aðeins fyrir sjálfan sig.
Enginn maður verður vitur eða fróður á því að
hlýða einungis á sjálfan sig, heldur á hinu, að hlýða á
raddir umheimsins og viða að sjer þekkingu hvaðan-