Lindin - 01.01.1929, Page 67
L I N D I N
65
æðsta boðorð mannfjelagsins í heiðri haldið, þá mundi
mörgu bregða til batnaðar um ískyggilegustu vanda-
mál heimsins.
Svo vil jeg að endingu óska, að æskulýður þessa
lands verði jafnan fundvís á mikil og göfug viðfangs-
efni og tileinki sjer þá hugsun skáldanna, að »maður
vex af viðfangsefni miklu«, og »mikilla sanda, mikilla
sæva, mikil eru geð guma«.
Að vísu má búast við því, að þar sem miklir eru
sandar og sævar, þar sjeu líka sterkari náttúruöfl við
að etja, og þar sem viðfangsefni eru mikil, þurfi meiri
áreynslu og sterkari átök. En að sama skapi mun
manni vaxa hugur og þrek, og þá er alt við hæfi.
Og sú er trúa mín, að einmitt það sje tilgangur og
takmark alls, að gera hið smáa stórt og hið veikbygða
sterkt í framsóknarbaráttunni til farsældar og full-
komnunar.
Haraldur Leósson.
Tvö æfintýri.
Sólin sendi geisla sinn út í heiminn.
»Hvert á jeg að fara?« spurði geislinn.
»Farðu til jarðarinnar«, sagði sólin.
Geislinn fór með flughraða svo miklum, að enginn
gat skilið hann til hlýtar. Menn nefndu 40 þúsund míl-
ur á sekúndunni, en skýra grein gátu menn ekki gert
sjer fyrir þessu.
5