Lindin - 01.01.1929, Side 69
L I N D I N
(57
unnið verk þetta í guðdómlegri kyrþei. -— Nu stóð
jurtin í fullum blóma. Yndisþokki streymdi frá henni
um umhverfið.
En var nú starfi og sögu iitla geislans lokið?
Nei, nei. Sagan hans er enn svo löng, að dagurinn
mundi ekki endast til þess að segja hana alla. Jeg ætla
því aðeins að drepa á örfá helztu atriðin.
Geislinn hafði nú neytt allrar orku sinnar til þess
að framleiða lífið. — Yndislegt var starfið og yndis-
legur var árangurinn. Jurtin var svo íturvaxin og
fögur.
Alt í einu skall á stormur með sterkri hríð og frosti.
Haustið var komið. Hreggið lamdi fögru jurtina. Kuld-
inn nísti hana. Geislinn reyndi að verma jurtina, en
nú gat hann það ekki eins vel og áður. Hvernig stóð á
þessu? — Nú tók hann eftir því, að hann var fjötrað-
ur, — fjötraður fast í allri jurtinni.
Fölunn, hnignun og dauði færðust nú yfir jurtina
dag frá degi unz hún hnje aflvana nár til jarðar. Geisl-
inn var fjötraður í henni fast, fast, — engin leið að
losna. —
Jurtin sökk í svörðinn. — Árin liðu. Aldirnar liðu.
Ný jarðlög lögðust ofan á jurtina. Lengra, lengra inn
í skaut jarðarinnar sje jurtin með geislan fjötraðan í
sjer. Jarðskorpan klofnaði. Eldur geisaði fram úr iðr-
um jarðarinnar. Hraunið vall fram glóandi og storkn-
aði. Hraunlög og jarðlög hlóðust hvert ofan á annað.
Um ókunnar þúsundir ára lá jurtin undir öllu farg-
inu með geislan fjötraðan í sjer. — Var nú með öllu
úti um hann? Átti hann aldrei eftir að losna? Átti hann
aldrei eftir að skína og' gleðja, aldrei eftir að þjóna
lífinu á ný, — lífinu — þessum dýrlegasta leyndardómi
tilverunnar?
ó, ó, — hvað er þetta? — Þung, þung högg. — óg-
urlegir hvellir. Björgin skjálfa, sem liggja ofan á litlu
5*