Lindin - 01.01.1929, Síða 71
L I N D I N
€9
hann aftur til guðs? Vitið segir: »Jeg veit það ekkk.
Trúin segir: »Já«.
En er hann þá að engu leyti háður efninu þangað til
dagur dómsins rennur upp?
ó, hve þessi dýrlega tilvera er dularfull. Hversu heitt
sem vjer þráum að fá lausn, eru allar leiðir lokaðar,
nema leið trúarinnar. Þekkingin nær svo skelfilega
skamt. Vel komst spekingurinn Salomon að orði um
efni'þetta, er hann Segir: »Sá, sem eykur þekkingu
sína, eykur og raunir sínar«.
Finst yður ekki ástæða til þess að bera fram, fyrir
drottinn, játningu þessa og bæn:
Lífið gáta, lítill máttur,
lausnin tofveld, drottinn minn. —
Oft vili láta aldarháttur
andan buga vilja sinn.
Villugjörn því verður leiðin
veiku barni, drottinn minn. —
Lýstu mjer á leið svo neyðin
linni og skilji’ eg vísdóm þinn.
Böðvar Bjurnason.
Hvernig guðshúsin má fegra.
Vanhirtar kirkjur eru ófögur sjón. Fátt ber augljós-
ari vott um menningarskort og algert virðingarleysi
fyrir kirkjunni, sem ætti að vera mönnum heilagur
staður, Guðs hús, þar sem þeir koma saman til að til-
biðja Guð. Slíka sjón hefur mátt sjá, og má eflaust
sumstaðar sjá enn á voru landi. Hjer hafa verið kirkj-
ur, sem fremur hafa líkst lökustu útihúsum, þurkhjöll-