Lindin - 01.01.1929, Page 75
LINDIN
73
Því æfistarfið eins og hjóm
o’ní gleymslcu djúpið fer.
Það fengi samt ei dcmðadóm,
ef drottinn veitti þetta mjer.
Það er mín heita hjartans þrá,
er hverf eg yfir dauðans ál,
að einhver finni ylinn þá
við endurskin frá minni sál.
B ö ð v a r B j a r n a s o n.
Kraptur fagnaðarerindisins
og
kröfur nútímans.
Því að jeg fyrirverð mig ekki fyrir
fagnaðarerindið; því að það er krapt-
ur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim
er trúir.
(Róm. 1, 16).
I.
Kröfur nútímans um krapt og' boðskap fagnaðarer-
indis Jesú Krists leiða huga vorn til þeirra tíma, þegar
hið barnunga, glaða og hugrakka fagnaðarerindi lauk
upp skærum augunum, litaðist um, og hóf sigurför
sína meðal sinnar samtíðar, »nútímans«, sem þá var
— og spurningar vakna: Var ekki einmitt það sama
uppi á teningnum á þeim tímum? Gjörði ekki kynslóð
þeirra tíma sínar kröfur, sem hún taldi tímabærar, til