Lindin - 01.01.1929, Síða 76
74
L INDIN
fagnaðarerindisins og boðbera þess — postula Jesú og
lærisveina þeirra, og svöruðu þeir ekki kröfum þessum
á sinn hátt og þannig, að voldugt og ringltrúað heims-
ríki, sem var í andarslitrunum eignaðist krapt kristin-
dómsins til nýs og göfugra lífernis. Þegar þjóðflutn-
ingarnir fyrir hálfu öðru árþúsundi síðan brutu öll
bönd af náttúruhvöturp þjóðanna og tryllingurinn og
umrótið í geðshræringum mannkynsins varð svo ægi-
legt, að enginn gat sjeð hvar lenda mundi — sýndi þá
ekki fagnaðarboðskapur hinna trúlyndu lærisveina
Jesú sigurmátt sinn? Var það ekki sigurkraptur hans,
sem tamdi þessa siðlausu menn, stöðvaði og kyrrði
hafrót óskapnaðarins og göfgaði norðurálfu þjóðirnar
í trúarlegum, siðfei'ðilegum og þjóðfjelagslegum efn-
um. —
Vorir stórlyndu, herskáu og voldugu fornaldar-feð-
ur — aðalsmennirnir, sem byggðu landið, höfðu ekki
skap til þess að lúta harðstjórn einvaldans. Fyrir
hverjum beygðu þeir hnje sín í lotningprfullri til-
beiðslu svo að ljóminn af friðaröld landsins stendur
eins og geislabaugur út frá'trafkrýndu enni eydrotn-
ingarinnar grænmötluðu — sem fóstrar börn sín ein-
mána, umflotin unnum blám, og bendir öllum umheimi
á sigurkrapt fagnaðarerindisins og sannyrði keisar-
ans: »Þú hefur sigrað NazareiL
Leonardo da Vinci, sem fæddist árið 1452 í þorpinu
Vinci, skammt frá borginni Florens í ítalíu hefur mál-
að eftirminnilega mynd á einn vegginn í borðsalnum í
Dominicaklaustrinu »Santa Maria della Grazie«. Mynd-
in, sem er sígilt listaverk, er ,af síðustu samfundum
Jesú frá Nazaret og lærisveina hans í loptsal einum í
Jerúsalem — þegar hann innsetur heilaga kveldmáltíð.
Listamaðurinn var vitanlega ekki sjónarvottur að sam-
í'undum þessum, en út frá myndinni stafar slík tign