Lindin - 01.01.1929, Page 79
LINDIN
77
samvizku, sem endurreisti og siðbætti skapgerð og inn-
ræti rammvilts og ráðþrota mannkyns — og breytti
vondum mönnum í góða menn og vantrúuðum mönnum
í trúaða. —
Bernhard Shaw er maður nefndur; hann er roskinn
að aldri, augasteinn og átrúnaðargoð fjölda manna,
auk þess heimsfrægur maður, Englendingur að ætt og
uppruna. Hann er talinn einn af mikilhæfustu rithöf-
undum nútímans og eitthvað af leikritum hans hefir
verið þýtt og leikið hjer á landi. Fyrir skömmu skrif-
aði hann grein um trúmál í tímaritið »London Maga-
zine« — og farast honum þar þannig orð, á meðal
annars:
Það veit jeg— segir hann — þegar jeg lít á lífið
sjötugur að aldri, að trúlausir menn eru siðferðislegir
heiglar og optast einnig líkamlegir heiglar. Menningin
getur ekki lifað áfram án trúar. Darwinisminn, sem
var vjelgengisleg kredda, eyddi trúnni og setti ekkert
í staðinn. Hann setti vísindalegan blæ á siðferðilegt og
stjórnarfarslegt kæruleysi og ofbeldislega hernaðar
stefnu. Hann hratt Evrópu út í heimsstyrjöldina. —
Honum er órótt innanbrjósts þessum sjötuga gáfu-
manni o grithöfundi, og hver veit neiria eitthvað svipað
bærist í hjarta hans og postulans, sem vitnaði um Krist
og sænska mikilmennisins og rithöfundarins Pontus
Wikners, sem tók í sama strenginn, og sálmaskáldsins
okkar Hallgríms Pjeturssonar, sem sá óendanlegar dá-
semdir í gegnum helgast hjarta frelsarans. —
Og eitt er víst að boðskapurinn — orð postulanna —
um líf og starfsemi og kenning Krists vekur enn berg-
mál og samþykki í huga ýmsra mikilhæfra rithöfunda
og menntamanna nútímans. Þegar þeir voru að skilm-
ast út af einveldis- og tvíveldiskenningunni Sigurður
Nordal og Einar H. Iívaran fórust hinum síðarnefnda