Lindin - 01.01.1929, Side 80
78
L I N D I N
þannig orð um viðhorf mannlífsins gagnvart Jesú frá
Nazaret: »Veröld vor hefur einmitt á þessari öld feng-
ið nokkuð greypilega reynzlu þess, hvað það kostar að
leggjast alveg undir höfuð að fara eptir kenningum
Jesú Krists. Það hefHr kostað hana miljónir af manns-
lífum, óumræðilegar líkamlegar og andlegar þjáningar
og botnlaus ógrynni af auðæfum. — Og rithöfundur-
inn og stjórnmálamaðurinn William Jennings Bryan
— sem margir munu kannast við — árjettar þessa
skoðun E. H. Kvarans í bók sinni »In His Imagine« —
og segir að reynslan hafi orðið þessi í síðasta heimsó-
friðnum: Þrjátíu miljónum mannslífa var fórnað;
þrjú hundruð biljónir dollara eignarverðmæta var
eyðilagt; skuldabagga, sem nam meiru en 200 biljón-
um dollara var bætt við drápsklyfjar skuldanna, sem
veröldin lötraði undir fyrir stríðið, pappírsgjaldmiðill
þjóðanna bólgnaði úr 7 biljónum upp í 56 biljónir og
gullforðinn fjekk tæringu og hrapaði úr 70% niður í
12%. —
Páll var ekki staddur í borðsalnum þegar Kristur
flutti æðstaprestsbænina — en tók á móti postulatign
sinni og postulastarfi frá Jesú frá Nazaret sjálfum —
eins og kunnugt er. í I. Kor.: 15, 3—8 telur hann upp
sögulegu viðburðina, sem hann byggir boðskap srnn á
— og það er eftirtektarvert, að hann setur alla þessa
viðburði, sem hann telur þar upp á sama stað — og
enginn eðlismunur á þeirn í hans augum; allir jafn-
rjettháir og sannsögulegir. Að Jesús rís upp frá dauð-
um og opinberast lærisveinum sínum eptir upprisuna,
er í Páls augum alveg eins bláber sannleikur, eins ó-
hrekjandi staðreynd og það, að hann dó og var graf-
inn. Orð postulanna og þá einnig Páls (eins og síðai’
mun nánar að vikið) urðu vitnisburður og staðfesting
á þessum sannindum, rökföst, órjúfandi sönnunarheild,