Lindin - 01.01.1929, Page 81
L I N D I N
79
sem ógerningur er að mótmæla með sögulegum mót-
bárum. —
Þeir, sem því á þessum tímum efast um innhaldið í
orðum postulanna — og þá um leið innihaldið í fagn-
aðarboðskapnum -—þeir gjöra það ekki af því að þá
vanti sögulegar sannanir frá heimildarritunum — og
ekki heldur af því, að mótsagnirnar sjeu svo miklar í
frásögnunum — heldur stafar efi þessara manna frá
þeirri skapgerð og þeirri lífsskoðun, sem á erfitt með
að taka á móti hinum dásamlega miskunnsemda og
kraptaverkaboðskap fagnaðarerindisins. í framhaldi
rits þessa mun jeg því reyna að gjöra grein fyrir því
hvernig kraptainnihald fagnaðarerindisins er í órjúf-
anlegu samræmi við þörf og þrá mannshjartans, fyrir-
ætlanir og vilja Guðs, og ljósgeisla þá, sem reynslu-
vísindin hafa varpað inn í sálarlíf mannsbarnsins. —
Og eins og hver kynslóð er fædd til þess að taka á
móti, fyrir aðæfingu og þroska, og hagnýta sjer æ
meira og meira af leyndardómum og krapti vísindanna
úr framrjettri hendi skaparans — eins er það hlutverk
hennar og skylda að hagnýta sjer og tileinka sjer og
skilja æ meira og meira af hinum heilaga arfi og dá-
samlega krapti fagnaðarboðskaparins. —
Þegar Jesús ferðaðist um á Gyðingalandi, urðu
straumhvörf í veröld efnishyggjumanna þeirra tíma.
Og síðan hefur allt af verið að smábirta yfir land út~
lagans, mannsbarnsins, sem er gestur jarðar og snýr
ásjónu sinni móti himninum — hinu eina og rjetta
föðurlandi, og biður með Jesú um meiri vizku, meira
ljós og meiri einingu, samhug og bræðrahug og meiri
krapt. Og því meir sem birtir af þeirri sól, sól Krists-
trúarinnar og eilífa lífsins — vegna óendanlegra og
takmarkalausra skilyrða mannssálarinnar til þroska
og vaxtar — því dýrðlegra og sælla verður líf manns-
barnsins á jörðinni. Fagnaðarerindi Jesú Krists er
hvorttveggja í senn: Svar við þrá mannshjartans og