Lindin - 01.01.1929, Síða 88
86
L I N D I N
auðsæasti vottur þess, að vjer íslendingar sjeum nokk -
uð á eftir tímanum sje ræktarleysi það, er vjer enn
allvíða sýnum kirkjunum okkar og — kirkjugörðun-
um; það sje með öllu oss til vanvirðu sem kristinni
þjóð, sem þó að ýmsu öðru leyti sje á hraðrí framfara-
braut.
Jeg get eigi heldur verið í nokkrum minsta vafa um
það, að þegar kirkjurnar okkar eru orðnar vistleg og
vegleg guðshús, bygðar í snotrum kirkjulegum stíl,
upphitaðar og upplýstar eftir kröfum tímans, og safn-
aðarsöngurinn með orgeli kominn í það horf sem vera
á, þannig, að hann verði til að hrífa áheyrendurna, þá
verði þetta alt til að laða söfnuðina svo að kirkjunum
sínum, að hin sorglega vanræksla og tómlæti í því að
rækja kirkjugönguna, sem svo mjög með rjettu hefir
verið undan kvartað af prestunum nú hin síðari árin,
smáhverfi, og kirkjuganga safnaðanna aftur taki að
glæðast.
Guð gefi að sú spá mín og von rætist.
R. M. Jónsson.
Söngur.
Einn hinna veglegustu yfirburða, sem skaparinn
hefir gefið mönnunum fram yí'ir aðrar lífverur jarð-
arinnar, er hæfileikinn til söngs. Hér verður eigi rætt
um uppruna né rakin saga þroska þeirrar listar, sem
hæfileiki þessi hefir skapað — aðeins vakin athygli á
undramætti þeim, sem hún heí'ir til að hræra meðvit-
undarlíf manna og jafnvel dýra.
Vér getum slept öllum kynjasögum, eins og þeim uni