Lindin - 01.01.1929, Page 94

Lindin - 01.01.1929, Page 94
92 L I N D I N svo dýrmæta gjöf með því að vegsama hann með henni á þjónustustundum hans. Heyrt hefi eg því hreyft, að rétt mundi, einkum í stærri söfnuðum, að launa nokkra söngmenn til þess að fara með kirkjusönginn. Eigi virðist mér það. Söng- urinn á að vera safnaðarsöngur, hver og einn að tala í honum við og um guð frá eigin brjósti, eigin þörf. Þetta er ekki launa vert. Miklu fremur er framber- andinn að launa guði ástgjafir hans. öðru máli gegnir um söngstjóra í söfnuði, sem nú vanalega leikur líka á hljóðfæri kirkjunnar. Hann ver tíma og re til þess að afla sér kunnáttu í starfi sínu og halda henni við. En mest legg eg upp úr því, að hann ætti að taka við af barna- og unglingafræðslunni, hjálpa og leiðbeina söfnuðinum í því, að vera syngjandi söfnuður. Söfn- uðurinn á að læra og kunna kirkjusönginn og vera fær um að taka þátt í endurnýjun hans er til bóta þykir. — Eg mintist áður á heimilissöng. Hér vil eg bæta því við, að sálmasöngurinn má ekki tapast úr honum. Hann á að æfast sérstaklega við guðsþjónustu heimilanna, húslestra. Sönglífi margra heimila fór hnignandi, þegar húslestrar féllu niður. Nú er heldur von um, að þeir takist upp aftur — en umfram alt með sálmasöng! Svo skal sérhvert heimili prýða hann í sameiginlegu guðsþjónustunni í kirkjunni. Hljóðfæri mun nú vera orðið í flestum kirkjum landsins. Margt gott má segja um það. Hljóðfæriö heldur við sönglögunum réttum, eða eins og nótnarit- endur þeirra ætla þeim að vera. Það léttir mikið söng- inn, verndar lögin frá að falla úr tóntegund sinni. Það gerir hann að jafnaði yndislegri og áhrifaríkari. - Eitt vil eg þó benda á til varúðar: að hljóðfærið komi ekki í staðinn fyrir söng mannanna. Þá gengur véla- vinnan of langt, ef hún á að taka við að lofa drottinn, til þess að spara fólkið fyrir þeirri áreynslu. Það er mér til þrautar við guðsþjónustu, að heyra aðeins lag-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Lindin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lindin
https://timarit.is/publication/730

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.