Lindin - 01.01.1929, Page 94
92
L I N D I N
svo dýrmæta gjöf með því að vegsama hann með henni
á þjónustustundum hans.
Heyrt hefi eg því hreyft, að rétt mundi, einkum í
stærri söfnuðum, að launa nokkra söngmenn til þess
að fara með kirkjusönginn. Eigi virðist mér það. Söng-
urinn á að vera safnaðarsöngur, hver og einn að tala
í honum við og um guð frá eigin brjósti, eigin þörf.
Þetta er ekki launa vert. Miklu fremur er framber-
andinn að launa guði ástgjafir hans. öðru máli gegnir
um söngstjóra í söfnuði, sem nú vanalega leikur líka
á hljóðfæri kirkjunnar. Hann ver tíma og re til þess
að afla sér kunnáttu í starfi sínu og halda henni við.
En mest legg eg upp úr því, að hann ætti að taka við
af barna- og unglingafræðslunni, hjálpa og leiðbeina
söfnuðinum í því, að vera syngjandi söfnuður. Söfn-
uðurinn á að læra og kunna kirkjusönginn og vera fær
um að taka þátt í endurnýjun hans er til bóta þykir.
— Eg mintist áður á heimilissöng. Hér vil eg bæta því
við, að sálmasöngurinn má ekki tapast úr honum. Hann
á að æfast sérstaklega við guðsþjónustu heimilanna,
húslestra. Sönglífi margra heimila fór hnignandi,
þegar húslestrar féllu niður. Nú er heldur von um, að
þeir takist upp aftur — en umfram alt með sálmasöng!
Svo skal sérhvert heimili prýða hann í sameiginlegu
guðsþjónustunni í kirkjunni.
Hljóðfæri mun nú vera orðið í flestum kirkjum
landsins. Margt gott má segja um það. Hljóðfæriö
heldur við sönglögunum réttum, eða eins og nótnarit-
endur þeirra ætla þeim að vera. Það léttir mikið söng-
inn, verndar lögin frá að falla úr tóntegund sinni. Það
gerir hann að jafnaði yndislegri og áhrifaríkari. -
Eitt vil eg þó benda á til varúðar: að hljóðfærið komi
ekki í staðinn fyrir söng mannanna. Þá gengur véla-
vinnan of langt, ef hún á að taka við að lofa drottinn,
til þess að spara fólkið fyrir þeirri áreynslu. Það er
mér til þrautar við guðsþjónustu, að heyra aðeins lag-