Lindin - 01.01.1929, Síða 99
L I N D I N
97
fylgsnum. Vjer þurfum einnig stundum í slíkri leit að
beita þolinmæði og brjóta einskonar skurn, áður en
kjarninn kemur í ljós. En oftlega verðum vjer fyrir
vonbrigðum af því, að vjer höfum hafið leit vora á
röngum stað. Oss hættir ýmist við að verða helst til
háfleygir eða skygnast um of í skuggana og leitum
þessvegna langt fyrir skamt. Tilraunir vorar til að
finna það fegursta og besta í fari meðbræðra vorra
bæru betri árangur, ef vjer leituðum fyrst sólarmegin
í lífi þeirra, — þar sem Ijós trúarinnar lýsir og verm-
ir. Því alls þess besta í fari hvers manns er að leita
eftir brautum trúarinnar, að hjarta hans. Það er mátt-
ur trúarinnar sem best þroskar og göfgar opna og
hrifnæma sál. Og hinn æðsti þroski vor er í því fólg-
inn, að vjer gerum oss hæf til að taka á móti hinu guð-
lega ljósi, að vjer temjum oss það, hvort sem hlutskifti
vort er blítt eða strítt, að eiga útsýn að náðarsól al-
mættisins, þar sem sífeldlega streymir til vor æðri
þroskamáttur sem auðgar oss af bjartsýni, þreki og
drenglund..—
Ef vjer ávalt í lífinu, — í andlegum skilningi, —
veldum oss sama hlutskifti og hinn svifljetti sumar-
gestur, svo að sól drottins ljómaði á líf vort, vermdi
og blessaði alt það kærasta sem vjer eigum, þá yrði
oss einnig ljett að bera sjerhverja byrði lífsins og lyfta
huganum í lofgjörð til hans, sem jafnvel í móðurást
þess minsta spörfugls, lætur ljóma unaðslegan geisla
frá kærleikssól sinni.
Þ. J.
7