Lindin - 01.01.1929, Síða 101
L I N D I N
99
Vjer getum glatt fulitrúa fjármálanna með þessu: Þið
eruð guðsbörnin eins og hinir. Og þegar leitað er úr-
iausnar á spurningunni um deyfð andlega lífsins, verð-
ur svarið:
Sjerhver stofnun eða starfsemi, sem hefir ekki fjár-
mál sín í lagi, getur ekki þrifist. Þetta er engin efnis-
hyg'gja heldur biákaldur sannleikur. Verður þessvegna
eina lausnin á vandamálum kristnihaldsins í landinu,
að bæta kjör prestanna.
Prestastjettin vill svara öllum ásökunum á tvennan
'hátt:
Komiö ocj sjáið lífskjör vor og komið o(j fræðist um
störf vor.
Jeg mun láta útrætt um fyrra atriðið. Síðara atrið-
ið vil jeg ræða nánar, í því skyni, að varpa ljósi yfir
þau bæði.
Og jeg biðst engrar afsökunar á því að setja helg
málefni í samband við efnahagsmál vor presta. Lífið
sjálft hefir stofnsett þetta samband. Það er herra, sem
verður að lúta.
Jeg' hefi þegar talað um þau atriði, sem mest yllu
ósamræminni milli starfa vorra og kjara. En ótalið er
þó það, sem mestu veldur: Það er sjálf hugsjón hins
prestlega starfs. Prestar skoða sig ekki lengur, hafi
þeir þá nokkurntíma gert það, eingöngu embættismenn
tveggja stofnana, ríkis og kirkju. Messur á helgum
dögum eru ekki aðalatriði í starfsemi vorri. Eru þær
þó mikilvægur liður út af fyrir sig. En í sambandi við
önnur störf vor, eru þær ekki svo áberandi. Sjest á
þessu hversu störfum vorum er nú háttað. En prjedik-
unarstarfsemi vor nær yfir allvítt svið, án þess þó að
vera aðalstarfið. Því að auk prjedikana á helgum dög-
um, flytja prestar alment föstumessur, guðsþjónustur
í kristilegum fjelögum og fyrir börnum. Hjer bætast
og við tækifærisræður, erindi o. fl.
V