Lindin - 01.01.1929, Síða 103
L 1 N D I N
101
farinn til föðurhúsánna himnesku, friðrór og glaður.
Á engilfagurri ásjónu hans má lesa hið unaðslegasta
mál lífs og sigurs. Síðan huggár presturinn hina eftir-
lifandi syrgjendur, er þeim hjálp og stoð, þegar mest
reynir á. í húsum þeirra er maður, sem fólkið veit að
talar um ódauðieik mannssálarinnar bæði af trú og
þekkingu andlegrar reynslu. Hjer er blómi og tign
prestastarfsins, hjer hefir góður prestur óumræðilega
þýðingu fyrir meðbræður sína, sem huggari og von-
gjafi. Hjer finna líka prestar hve þeir eru veikir og
vanmegna oft og tíðum. Og játa verður 'að vjer rækj-
um ekki þetta starf eins vel og skyldi.
Næst mætti nefna það atriði sálgæslunnar, sem kall-
að er sáttastarf. Presturinn er ætíð annar sáttasemj-
arinn í hverju sáttaumdæmi. Hann á að stuðla að
friði manna á milli, læg’ja deilur, ójöfnuð og yfirgang
allan. Hann á að vernda rjett smælingja og munaðar-
leysingja. Hann á ennfremur að vaka yfir siðferði
manna og vanda um, hvar sem út af ber velsæmi og
fögrum háttum.
Þá er að nefna það, sem kalla mætti hina almennu
sálgæslu, og er stöðugt að koma meira til greina i
starfi prestsins. Kröfurnar um það, að presturinn
verði að vera andlegur leiðtogi og hirðir, færast mjög
í vöxt. Með aukinni mentun og þekkingu almennings
kemur í ljós nýtt verkefni fyrir presta, að hjálpa hin-
um upplýsta almenningi til að hagnýta sjer fyrir lífið
þann þekkingarforða, sem skólamentun um vist skeið
æfinnar hafði veitt. Hjálpa fólkinu til daglegrar heim-
færslu þekkingarforðans til viðfangsefna lífsins og
hinna ýmsu viðhorfa þess. í þessu skyni spyr mentað-
ur maður um alt milli himins og jarðar. Skólinn hefir
gjört hann æfilangt þyrstan úrlausna um vandamál
lífsins og þess æðstu rök. Skólinn, sem maðurinn gekk
á í æsku, gat ekki nema byrjað á þessum úrlausnum.
Megnið af þeim verður að fást í sambandi við lífs-