Lindin - 01.01.1929, Síða 105
L 1 N D I N
10:5
og kirkja eru tveir sjálfstæðir aðilar í andlegu lífi —
störf hvors um sig afmarkast með tímabilum, þar sem
hvor helgar sjer sitt eigið.
Sem síðasta en ekki sísta leið sálgæslustarfsins vil jeg
nefna fræðslustarfið eða barnastarfsemina. Það virðist
e. t. v. einkennilegt, að heimfæra þetta starf undir sál-
gæslu. En einmitt með því vil jeg gefa til kynna,,
hvernig haga eigi barnafræðslunni sem prestsstarfi.
Hugmyndir margra eru mjög á reiki um samband
kennara og prestsins í þessu starfi. Einnig dylst mörg-
um, hver eigi að vera aðstaða vor presta hjer. Sumir
telja presta lausa allra mála með fræðslu ungmenn-
anna. Er það satt, að fræðslulögin nýju fela oss ekk-
ert sjerstakt á hendur. Samt hvílir á oss tvímælalaus
skylda um fræðslu barna undir fermingu. Telja sumir
aðstöðu vora slæma, þar sem vjer getum ekki ráðið
ytri stefnu hennar, verðum að lúta fræðsluyfirvöldun-
um. En einmitt í fræðslufyrirkomulaginu nýja kemur
í Ijós rjettur andi og skilningur á stöðu kennarans
annarsvegar og prestsins hinsvegar. Alt hið ytra —
fyrirkomulagið, lýtur öðrum aðilum. Kennarinn sjer
um hina ytri fræðslu, hann á að kenna kristindóminn
sögulega, þ. e. leggja staðreyndir og vitnisburði trúar
vorrar fram fyrir ungdóminn. Skólinn fær það, sem
skólans er. Presturinn það, sem prestsins er: Prestur-
inn fær sálgæsluna í fræðslunni. Hann sjer um innræt-
ingu trúarinnar og siðgæðisins á grundvelli skólans.
Hann sjer um hina innri fræðslu og er einráður um
anda og farveg hennar, þ. e. a. s. hvernig henni er
miðlað ungdóminum. Þar sem skólanum sleppir á
presturinn að taka við (hjer kemur fram sama aðstaða
og í sálgæslu leiðsagnarinnar), móta ungmennið í trú-
ar- og siðgæðisátt, móta þar fagra kristna lífsskoðun,
verma sál þess til göfugra tilfinninga, lífga og hvetja
vilja þess til helgra áforma og skerpa vitsmunalíf
þess til fagurrar breytni. í einu lagi, reyna að gjöra