Lindin - 01.01.1929, Page 110
108
L I N D I N
og samvinnu í andlegum málum, óg efla sóma og hag
prestanna.
3. gr.
Félagssvæðið nær yfir prófastsdæmi þessi: Norður-
fsafjarðar, Vestur-ísafjarðar og Barðastrandar.
4. gr.
Allir andlegrarstéttarmenn á félagssvæðinu eiga kost
á að gerast meðlimir félagsins, þó hafa ekki aðrir at-
kvæðisrétt, en þjónandi prestar. Árstillag sé kr. 5.00.
5. gr.
Félaginu stjórnar nefnd þriggja manna, sem kosnir
séu til eins árs í senn, á hverjum aðalfundi. Þá skulu
einnig kosnir 2 varamenn. Auk stjórnarstarfa annast
hún reikningshald félagsins.
6. gr.
Aðalfund skal halda í septembermánuði ár hvert,
eftir nánari ákvörðun stjórnarinnar. Stjórriln getur
kallað saman aukafund, þegar henni finst ástæða til.
7. gr.
Á fundum ræður afl atkvæða úrslitum mála, þó þarf
% atkvæða til lagabreytinga. Fundir eru lögmætir, ef
helmingur atkvæðisbærra félaga mætir.
8. gr.
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi.
Á stofnfundinum var aðallega rætt um framtíðar-
horfur og starfsvið og verkefni félagsins, og í sam-
bandi við fundinn fór fram guðsþjónusta í Isafjarðar-
kirkju. Prédikaði séra óli Ketilsson.
f stjórn félagsins voru kosnir: Formaður séra Sigur-
geir Sigurðsson og meðstjórnendur séra Böðvar
Bjarnason og séra Halldór Kolbeins,