Lindin - 01.01.1929, Qupperneq 112
110
L I N D I N
Sigurður Z. Gíslason Þingeyrarprestakalli, séra Jón
Ólafsson Holtsprestakalli, séra Sigurður Haukdal
Flateyjarprestakalli og séra Jón N. Jóhannesson Stað-
arprestakalli í Steingrímsfirði. Jafnframt því sem
»Lindin« þakkar fráfarandi prestum störf sín, býður
hún þá, er viðtaka af þeim, velkomna í embættin og
þjónustu kirkjunnar. —
S. S.
Um kirkjur.
Sæbólssöfnuður á Ingjaldssandi hefir reist sér nýja
kirkju á þessu ári. Hún var vígð 29. sept. sl. Ritar
prófasturinn í Vestur-ísafjarðarprófastsdæmi lýsingu
á henni hér í ritinu. Samfagnar »Lindin« söfnuðinum
og óskar, að hið nýja guðshús verði til mikillar bless-
unar. —
Verið er að safna fé til nýrra kirkna á ísafirði, í
Hnífsdal, í Súðavík, á Suðureyri og á Flateyri. Geng-
ur fjársöfnunin yfirleitt vel, og eru í hverjum hinna
5 safnaða margir, sem sýna fórnfýsi fyrir málefni
kirkjunnar. — Ennfremur hafa nýlega verið gerðar
miklar endurbætur á Staðarkirkju í Aðalvík, Nauteyr-
arkirkju, Hesteyrarkirkju og Eyrarkirkja í Seyðisfirði
máluð. Hólskirkja hefir verið fegruð að innan og í ráði
mun vera, að viðgerð fari fram á Staðarkirkju í
Grunnavík á næsta sumri. Ný hljóðfæri, vönduð har-
monium, eru komin í Staðarkirkju í Aðalvík, Hesteyr-
arkirkju, Unaðsdalskirkju og Nauteyrarkirkju.
ögurkii-kja hefir á síðastl. sumri verið raflýst og
rafmagnshitunartæki sett í hana. Er hún fyrsta sveita-
kirkjan í þessu landi, er vjer höfum heyrt getið um;
sem bæði er lýst og hituð með rafmagni. —
Ein kirkja hefir á þessu ári verið bygð á Vestfjörð-
um: Sæbólskirkja á Ingjaldssandi, V.-ísafjarðarpró-