Lindin - 01.01.1929, Page 114
112
L I N D I N
samúö guðsþjónusta kirkju vorrar á í hjörtum margra,
þrátt fyrir deyfðarmörk í þeim efnum.
Guð blessi húsið hans hið nýja, gefendur þess og
safnaðarnot í framtíðinni.
S. G.
Stoínun Prestafélags Vestfjarða hefur vakið samúð
og gleði fjölda hugsandi manna á Vestfjörðum og hafa
ýmsir þeirra ritað stjórn félagsins og látið í ljós fögn-
uð yfir því, að í ráði væri að félagið gæfi út ársrit.
Einn þeirra ritar nýlega:
»Eg hefi stundum verið að líta í biblíuna í hretviðr-
inu og storminum, og meðal annars 19. kap. í I. Kon-
ungabókinni: »Guð var í vindblænum«. Eg vildi óska
þess, að ritið ykkar gæti orðið mörgum manninum, sem
er að leita að guði í storminum og eldsumbrotunum, að
þýðum svalandi og mildum vindblæ og heilsusamlegri
svalalind.«
»LINDIN« verður send öllum sóknarnefndum á
Vestfjörðum, í því trausti, að þær annist útsölu henn-
ar. Hefur nefndunum áður verið ritað og þær beðnar
að greiða fyrir útbreiðslu hennar, svo sem unt er, og
allmargar þeirra hafa sent svör sín og tekið þeirrí
málaleitun mjög vel. Eru prestarnir þakklátir fyrir
íusleika þeirra til samvinnu. óskar prestafélagsstjórn-
in, að nefndirnar endursendi eintök þau, sem óséld
kunna að vera, þegar mánuður er liðinn frá því að þær
hafa veitt ritinu viðtöku, svo unt sé að senda það þang-
að, sem eftirspurn er meiri, því upplagið verður, að
þessu sinni, fjárhagsástæðna vegna, að vera tak-
markað.