Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 4

Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 4
4 STUNDÍN geymi ég eins og sjáaldur auga míns þarna í hillunni, því það getur verið ansi gaman að eiga þær, þegar maður er dauður, og enginn til að bera hönd fyrir höfuð manns. Þær sýna það svart á hvitu, að hjá Guðbjörgu litlu Brynjólfsdóttur var allt í lagi: brauðin, kontóið og pen- ingarnir, — og allir fengu sitt. Guðbjörg tekur sér málhvíld, gýtur augunum í gaupnir sér, en hrín svo upp úr þönkum sín- um með kaldhæðnislegum upp- gerðarhlátri, sem i rauninni er enginn hlátur, heldur bara skrykkjóttir skrækir, einskonar upphrópunarmerki í frásögnina. Hún hverfur aftur til Vestur- götunnar. Það var fyrir óra- mörgum árum, meira veit hún ekki um ákvörðun tímaf jarlægð- arinnar. Þá stóð hún'þar ung og prúðbúin fyrir innan diskinn i bakaríi Friðriksens ríka. Hún var nýkomin úr Vestmannaeyj- um, yngst af 16 börnum Brynj- ólfs sáttasemjara, og hún var hingað komin til að „forfram- ast” og „búa sig undir lífið”, eða bara til að vinna fyrir sér. Það var allt óráðið og kom eng- um við. Og án þess að nokkur spyrji hana, getur hún þess til skýringar á þessum fyrsta hús- bónda sínum, að hann hafi átt nóga peninga og viljað gefa sér þá alla. Svo afsakar gamla kon- an sig fyrir það að hafa ekki haft tíma til að greiða sér i morgun og því síður að þvo sér, eða fara í hrein föt, því allt reki annað: brauðin, afgreiðslan, dúfurnar, því allir argist í henni eins og hún hafi aldrei neitt að gera. Og nú brosir hún svo log- ar í augunum, í þessum stóru, mórauðu augum, sem einu sinni voru ung og gljáandi af ham- ingju;. „Men den Tid er forbi”. Og með þessa örvænt- ingarkenndu dönsku hefst nýr þáttur í frásögninni. Þegar hún var ung, lang- aði hana til Kaupinhafnar, og Fridriksen ríki vildi taka hana með sér til Kaupin- hafnar, en hún vildi ekki fara. Svo styður hún báðum höndum á borðið og þagnar; en þögnin er hvikul eins og æfi manns! Eftir andartak hrekkur hún upp úr dvalanum. Hún lyftir pilsun- um og tekur brosandi og angur- vær nokkur létt og fimleg dans- spor meðan hún syngur af inn- f jálgri ástríðu viðlag úr gömlum vikivaka: „Margt er það í steininum, sem mennimir ekki sjá, er þar stundum grátið, svo enginn heyra má”. Eg vildi fara ein til Kaupin- hafnar og vinna fyrir mér sjálf. Allir, sem láta aðra vinna fyrir sér, verða aumingjar. Það hef ég séð. Mikið er ég hamingjunni þakklát fyrir, að ég skyldi ekki giftast. Allar ungar og fallegar stúlkur verða ljótar á því að giftast. Eg verð alltaf ung og falleg, þegar ég er búin að laga mig til. Það er ekkert að marka núna. Margir hafa sagt, að ég væri fallegasta konan í heiminum, og það er alveg satt. Og ef að þeir vissu hvað ég spila vel á guitar, myndi ég ekki hafa neinn frið til að selja brauðin. Þeir mundu ryðjast hingað inn: landshöfð- inginn, kóngurinn og prinsinn, og allir þessir borðalögðu, sem komu hingað um daginn. En það er ekki hægt að spila á guitar nema maður elski og hafi ekk- ert að gera. Seztu þarna á stól- inn, þú verður enga stund að standa upp aftur!! Gamla konan hleypir i herð- arnar, og skýzt flóttalega bak við grænköflótta fortjaldið fyrir dyrunum á herberginu hennar inn af búðinni. Hún kemur aftur að vörmu spori með rauðan og fornfálegan guitar. Hún sezt á hækjur sínar i króknum á bak við borðið og byrjar að gæla við strengina með þessum sprungnu, kræktu fingrum, sem einu sinni voru hvítir, mjúkir meyjarfing- ur. Það var í Vestmannaeyjum fyrir ótal mörgum árum. Eftir andartak kemur lagið, það er: „Komdu og skoðaðu í kistuna mína”. Svo koma „Dó.nárbylgj- urnar” og einhver magnþrungin hógværð og hátíðleiki færist yf- ir þetta gamla, hrufótta andlit og mildar allan svipinn. — Halla Waage kenndi mér að spila á guitar og hún sagði að ég væri bezti nemandinn, sem hún hefði haft. Eg er svo mikil leikkona, skilurðu það, leikkona, leikkona, leikkona. Nú spila ég aldrei fyrir þig framar, aldrei, aldrei framar. Þær geta spilað á guitar fyrir þig, sem ekkert hafa að gera. Eg þarf að selja brauðin. Þegar stríðið kom sögðu G. ölafsson og Sandholt við allar útsölur að þær yrðu að borga allt út í hönd. En ég þarf ekki að borga nema einu sinni í hálfum mánuði. Þeir þekkja mig, og G. Ólafsson og Sandholt vita að ég er heiðar- leg manneskja og treysta mér. Allt gott fólk veit að það er óhætt að treysta mér. Eg er nú búin að leigja hér hjá Breið- fjörð í 30 ár, fyrst uppi og svo niðrí, og þegar mánaðamótin koma segi ég: Veskú, Guðmund7 ur, hér eru peningarnir. Síðan hringi ég á Rafveituna til að borga rafmagnið, borga, borga — og svo útsvarið. Sama fólkið verzlar við mig að ofan og neð- an ár eftir ár: Séra Bjami, frú Ásta min blessunin Christensen, Ölafur háls- og nef, og frú Ses- selja gefur mér alltaf sumar- gjöf. Frú Ásta vill ekki nema köld brauð. Axel segir, að það kosti tugthús að éta heit brauð hjá Danskinum, og þaui vilji hafa það eins og Danskurinn.. En nú ætla ég alveg að afsegja það að gefa dúfunum í vetur. Eg hef enga krafta til að krafsa snjó fyrir aðra, og varla efni á því að fæða börn jarðarinnar þó ég bæti ekki á mig fuglum himinsins. Nú getur bæjar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.