Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 26

Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 26
26 STUNDIN hálsi hans. Hann vafði hana í rykfrakka sinn, síðan var hún sveipuð í segl og lokg settist Birgir hundvotur með alla hrúg- una í fanginu. Er nú stefnt til hafnar. Nú er að segja frá Daða, að hann rís upp með miklum geisp- um, þegar líður á daginn og fór mjög að ókyrrast þegar líða fór að því ,að ferðafólkið kæmi heim. Löngu áður en sást til bátanna var hann kominn ofan á bryggju og æddi þar um, sparkaði í þorskhausana og spýtti á allt sem varð á vegi hans, og þótti krökkunum, sem þarna voru að leik, óárennilegt að búa undir skirpingum hans. Nú sást til bátanna. Var bátur Sigurgeirs fyrstur og fór mjög hratt yfir sjó. Þegar hann var að leggja upp að neydd- ist Daði til að trúa augum sínum, hversu feginn sem hann hefði viljað rengja þau í þetta skipti. I stafni sat Birgir kaup- mannssonur og hafði Aðalheiði kaupmannsdóttur í fangi. Hann vafði seglið utan af henni og hjálpaði henni umhyggju- samlega upp úr bátnum. Síðan leiddi hann hana upp bryggj- una og hún hallaði höfðinu upp að öxl hans. Daði horfði eins og dáleiddur maður á eftir þeim unz þau hurfu inn um dyrnar hjá Bjarna kaupmanni. Þá dæsti hann mæðilega: „Átti ég ekki á von, átti ég ekki á von. Nú er úti um allt”, tautaði hann í barm sér. Síðan rölti hann heimleiðis með hendur fyr- ir aftan bak og bognari í baki en nokkru sinni fyrr. Heima hjá honum stóð rjúkandi kvöldkaffið á eldhúsborð- inu. En Daði leit ekki við því, en gekk þungbúinn til rekkju sinnar og sneri sér til veggjar. Daginn eftir hækkaði kaffipundið um 5 aura hjá báðum kaupmönnunum. Mikill ræðusnillingur. Harold E. Stassen, bezti ræðumaður Republikana á mið- stjórnarfundinum í sumar, flytur ræðu í Philadelphia. Hann cr forvígismaður flokksins í Minnesota, New Zcaland. Einn fjórði hluti alls smjörs, og helmingurinn af öllum þeim osti, sem neytt er í Stóra-Bret- landi er flutt inn frá Nýja-Sjá- landi, þar er raforka ódýr og nýtísku mjólkurbú vinna allar mjólkurafurir. Auðvitað er Nýja-Sjáland sælt og heppið með að hafa meira en 200 sólarklukkustund- ir á ári, svipað og á Suður- Italíu, og er það mikilsvert fyr- ir framleiðslu þess, hvað snert- ir vitamíninnihald fæðunnar. Nýjustu hagskýrslur Banda- ríkjanna skýra frá því, að eitt þúsund sjö hundruð áttatíu og fimm blaðaútgáfur séu til þar í landi. Allar senda þær blað frá sér daglega og sum oft á dag. Til þess að prenta þessi gífurlegu upplög nota útgáfu- félögin nærri því eina milljón enskra punda af prentsvertu og hérumbil fjórar milljónir tonna af pappír, en hann kostaði síð- astliðið ár 34.000.000 dollara. Menn héldu á árum áður að apar væru til í Qveenslandi. Ný- lega hefur það þó verið sannað að apar eru hvergi til í Ástra- líu, en þar lifði aftur á móti kengúrutegund er klifraði í trjánum, og gæti hún likst öp- um til að sjá. Það einkennileg- asta við þessa kengúru er hið gríðarlanga skott hennar, sem er mjög svert og lengra en all- ur líkaminn, en kengúran notar ekki skott sitt, eins og apinn gjörir, til klifurs, en hefur það vanalega hringað á milli fót- anna. Það er vitað, að kengúra þessi hcfur hoppað úr trékrónu, 60 ensk fet til jarðar án þess að bíða við það skaða. Við kenninguna: „Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig”, bætir sálfræðingurinn við upp á von og óvon: „Elskaðu börn þín meira en sjálfan þig”. Logan Pearsall Smith.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.