Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 40

Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 40
40 STUNDIN afbrotum og jafnan skákað í skjóli upplogiðs þjóðernis: Stundum sem Kanadamaður, en oftar sem Bandaríkjamaður, Belgi eða Júgóslavi. Oftast gekk hann undir nafninu Jaqu- es Monard van den Dreschd. Hann þóttist jafnan vera bú- settur í París. Bezta vinkona hans heitir Sylvia Ageloff frá Brooklyn í New-York. En mað- urinn, sem stóð á bak við þennan verknað, býr 5000 míl- ur vegar frá Mexíkó og heitir Jósep Stalin. Fylgismenn Trotskys í Mexí- kó ákváðu að jarðsetja hann þar. Morðinginn var dæmdur í 30 ára fangelsi, en það er þyngsta refsing, sem hegning- arlög Mexíkóríkis heimila. Lev Bronstein var skírnar- nafn Trotskys. Faðir hans var vel efnaður og dugandi bóndi, er átti 250 ekrur lands og hafði 400 ekrur á leigu. Hann átti verksmiðju í Odessa, er vann framleiðsluvörur úr afurðum sveitabænda þar í grennd. Enda þótt Bronstein-fjöl- skyldan hefði margt manna í þjónustu sinni, og upp til henn- ar væri litið, bjó hún alltaf í torfbæ og hélt sig að háttum alþýðu. En snemma örlaði á byltingarhugsjónum Trotskys, og fyrsti visirinn til þess var það, að hann gerði samsæri gegn kennara sínum, en fyrir það var hann rekinn úr skóla. Innan við tvitugt fór hann að drekka í sig kenningar Karls Marx ,og 22 ára gamall varð hann uppvís að socialistiskum undirróðri meðal verkafólks í verksmiðjum föður síns í Od- essa. Fyrir þá sök var hann dæmdur i 4 ára útlegð til Síb- eriu. En honum tókst von bráðar að strjúka og flýði þá til Vest- ur-Evrópu. Dvaldi hann þá um tíma í London og París. Þar kynntist hann Lenin og tókst með þeim vinátta, er hélst til dauða Lenins. Stríðsvíðbúnadur Bandaríhjanna Þessi víggirðing er ekki frá Evrópu-stríðinu, það eru bara sandpokar sem að ameriskir nýliðar hafa hlaðið sér skjólgarð úr í Philadelphia. Árið 1905 tók Trotsky þátt í rússnesku byltingunni, en sú bylting mistókst og var hann þá sendur í æfilangt fangelsi til Síberíu. En honum tókst aftur að strjúka og heppnaðist hon- um það undir nafni fangavarð- arins, er hélt Leon Trotsky, það nafn bar hann æ síðan. Flakkaði hann nú árum saman um Þýzkaland, Frakkland og Sviss og stóð víðsvegar að ó- eyrðum og uppþotum. En með tungu sinni og penna náði hann hvarvetna miklum völdum, og eftir byltinguna í Rússlandi 1917 hvarf hann aftur heim og var settur til æðstu metorða í stjórnartíð Lenins. En Stalin bónda í Kreml var aldrei um Trotsky gefið. Deildu þeir fast og sakaði Trotsky Stalin um að hafa brugðizt sósíalismanum og því þjóðskipulagi, er Lenin hafði reist á rústum keisara- veldisins. Stalin launaði honum lambið gráa, með því að láta dæma hann í útlegð og láta sið- an drepa hann eftir fjölmargar árangurslausar tilraunir í þá átt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.