Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 32

Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 32
32 STUNDIN Georg VI. Bretakonungur. vélar, var endanlega undirskrif- aður af báðum aðilum 1. sept- Bretar hafa látið af hendi við Bandaríkin hafnir sinar í Bermuda og Nýfundnaandi, en hafnirnar í Bahama, Jamaica, St. Lucia, Timidad, Antiqua og Brezku Guiana hafa þeir leigt Bandaríkjunum til 99 ára gegn 50 notuðum tundurspillum. Stjórn Bandaríkjanna tók ein ákvörðun um þetta mál, en ekki sambandsþingið. Nýfundnaland (sem er 42.000 fermílur að stærð og hefur 300- 000 íbúa) er elzta nýlenda Eng- lendinga. Það var John Cabot, sem nam þar fyrstur land árið 1497, aðeins fimm árum eftir að Columbus fann Ameriku. Bandaríkjamenn segja, að ef óvinaþjóð næði Newfoundandi á sitt vald, mundi hægurinn hjá að gera þaðan árás á mestu iðnaðarhverfi Bandaríkjanna með siglingu upp Hudson-fló- ann. Eru því hafnir þessar Bandaríkjunum ómetanlegt ör- yggi- vera spákona. Það var lítill vandi að vera spákona, þegar svo vel var í pottinn búið. Hún vonaði, að Kaananítar hefðu sigrað Israelsmenn. Sjálf var hún Júði, en hún hafði óbeit á löndum sínum, kámugu hörundi þeirra og lostafullu augnaráði. En Kaananítar voru menn, fjallabúar með glampa i augum, sem þekktu konur. Barak var reyndar öðru vísi en hinir, því að móðir hans var frá Sýrlandi, þótt faðir hans, Abíóam, væri Israelsmaður, og henni var sagt, að hann væri föngulegur maður og hyggði til valda. Hafði hann ekki gripið til vopna gegn Sísera? Eftir á að hyggja, hann hlaut að vera ístöðulítill, úr því að hann hafði tekið saman við Debóru. Meira að segja Heber var nákunnug- ur Debóru. Ef til vill kæmi einhver glæsilegur höfuðsmaður til Zaanaím og tæki hana á brott með sér. Hún var fædd drottning. Bara að einhver kæmi nú, -— meðan Heber var burtu, — var hún ekki fögur ásýndum? Hún skyldi grípa tækifærið, ef það byðist. Jæja, til hvers var að brjóta heilann um þetta. Hún stóð upp og fór að þrífa til í tjaldinu. Þeir komu, þegar halla tók degi, sveit Israelsmanna undir forustu ungs höfuðsmanns. Jael bauð honum hressingu. Hann sagði henni frá því, að ísraelsmenn hefðu unnið frægan sigur daginn áður. „Fylkingum laust saman í Taanak, við Kíson lækinn”, sagði hann. „Þeir höfðu margfaldan liðsafla á við okkur. En stór- viðri skall á og þeir áttu móti veðri að sækja, og vöxtur hljóp í Kíson lækinn, svo að stríðsvagnar þeirra festust. Við brytj- uðum þá niður. Jahve seldi þá í hendur okkar”. „Debóra leikur við hvern sinn fingur, skal ég segja þér”, bætti hann við. „Hún hefur ort kvæði um orustuna, — fyrir- taks kvæði. Gáfuð kona, Debóra, en ekki vildi ég vera i spor- um mannsins hennar. Lapídót á ekki sjö dagana sæla um þess- ar mundir. Eg gæti trúað, að honum væri ekki sérlega hlýtt til Baraks eða þessa unga konungssonar frá Issakar”. Hún spurði hann um Barak. „Hann er fríður sýnum”, sagði hann, „og hermaður mikill. Fólk hans í Kedes elskar hann. En hann er líka ístöðulítill heimskingi. Engin framtakssemi, — Debóra hefur hann hérna”, og hann klappaði á vasa sinn. „Hann verður nú samt konungur í Israel, ef við náum Sísera, og ef hann getur losað sig við Debóru”. „En ef þið náið nú ekki Sísera?” spurði hún. „Við sigrum þá aldrei öðru sinni”, sagði hann, ,,nema Jahve hjálpi okkur aftur. Liði okkar verður tvístrað aftur. En hver veit, Debóra er ráðagóð og yrkir æsandi sigurljóð. Jæja, ég þarf annars að flýta mér. Við þurfum að ná Sísera sem allra fyrst, og svo er mig farið að langa heim. Eg er nýgiftur. Nýgiftur ? Jael lét hann fara. Jael stóð í tjalddyrunum og horfði á sólarlagið. Storminn hafði lægt í Zaanaím og farið var að kólna í veðri. Allt í einu sá hún hann i þokunni, sem grúfði yfir fenjunum. Hún horfði á hann staulast áfram, örmagna og ataðan leðju. Þetta var bersýnilega maður, sem ekki rataði stiginn milli fenjanna. Nú kannaðist hún við hann. Sísera! Hún hljóp til móts við hann og leiddi hann heim að tjaldinu. Frh. á næstu síðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.