Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 21

Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 21
STUNDIN 21 skemmtiferð út með firði. Fólk átti að hafa með sér nesti, tvær fimmfaldar harmonikur voru með í förinni, svo að ekki skyldi skorta söng og hljóðfæraslátt. Þrír vélbátar voru ráðn- ir til fararinnar og þátttakendur hlökkuðu mikið til. En það var einn maður í þorpinu, sem lagðist þungt á móti þessari ráðagerð unga fólksins. Það var ættarhöfðinginn Daði í Barði. Hann hafði annars alltaf verið frjálslyndur af gömlum manni að vera og vildi fúslega leyfa unglingunum að lyfta sér upp. En í þetta skipti var hann allur öfugur og snúinn og taldi öll tormerki á förinni. Og í þetta skipti fékk hann heldur engu áorkað. Börn hans og barnabörn voru vön að taka mikið tillit til þess, sem faðir þeirra og afi lagði til málanna, en í þetta sinn fannst þeim hann enga skynsamlega ástæðu geta flutt fram máli sínu til stuðnings, svo að þau tóku ekkert mark á honum. ,,Er sá gamli að verða elliær, eða hvað?” sögðu þau hljóðlega hvert við annað og kímdu góðlátlega. Þau Aðalheiður og Birgir, börn kaupmannanna voru nú bæði heima, aldrei þessu vant. Þau höfðu bæði lofað að taka þátt í förinni — sitt í hvoru lagi, auðvitað. Þrátt fyrir illspár Daða gamla síðustu daga vikunnar, var veðrið fagurt og heiðríkt á sunnudagsmorguninn, þegar unga fólkið bjóst til burtferðar. Fjöllin spegluðu sín gráu trýni í stafalygnum firðinum og sólin hamaðist við að skína. Á hryggjunni var líf og fjör. Ungu mennirnir næstum því köst- uðu ungu stúlkunum niður í bátana, þar sem fyrir voru aðrir ungir menn, sem gripu þær. En ungu meyjarnar hvíuðu óspart, svo að bergmálaði í hinum virðulegu sjávarhömrum hinum megin fjarðarins. Nestisbögglamir flugu eins og skæðadrífa og Ásgeir harmoníkuspilari settist í spánýjum sevjotsbuxum ofan á böggul með tíu eggjum í. Daði gamli i Barði hafði dregizt niður á bryggjuna og var nú fýlan uppmáluð. „Þetta er ljóta fávitaflanið”, tautaði hann °g spýtti beint ofan á tærnar á Gunnari úrsmið, sem var í nýju lakkskónum sínum til hátiðabrigða. „Ekki er þó veðurútlitið svo bölvað núna, Daði”, sagði ein- hver í hópnum. „Tja, hver veit það”, umlaði í Daða, og hann leit til vonar og vara upp til f jallanna, ef ske kynni, að einhversstaðar gægð- ist fram óveðursský. En það var ekki því að heilsa. Aðalheiður og Birgir voru nú komin. Þau köstuðu kveðju hvort á annað, mjög þurrlega. Hinu unga fólkinu þótti það mikið mein, að þau skyldu ekki fást til að láta fáleika sína niður falla á slikum skemmtidegi. Þau stigu hvort niður í sinn bát. Daði gamli fylgdist með hverri þeirra hreyfingu af mestu árvekni. Loks var allt reiðubúið til að láta úr höfn, þremur stund- arfjórðungum eftir áætlun, en auðvitað mátti enginn verða strandaglópur á slíkum tyllidegi. Söngpípur ferðarinnar hófu upp raust sína og sungu: „Kátir voru karlar”. Áður en síð- asti báturinn lagði frá, brá Daði gamli formanninum, Sigur- geiri syni sínum, á eintal og hvíslaði: „Þú sérð um það, Geiri minn, að hún Aðalheiður og hann Birgir verði ekki í sama bát í dag”. Sigurgeir hló. „Og ekki held ég að útlit sér fyrir það, faðir sæll. Ekki sýnist mér svo ástúðlegt með þeim!” Amerískir aðstoðarflugmenn eru þrautæfðir frá morgni til kvölds viku eftir viku, hvort sem þeir fá nokkurn tíma not fyrir þekkingu sína og þjálfun. Þessi aðstoðarflugmaður er að æfa sig á hraðskotabyssu. Myndin sýnir 1200 feta langan lista með nöfnum manna, sem skora á Bandarikjastjórn að hjálpa Bretum um vopn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.