Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 11

Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 11
S T U N D I N 11 línunnar áttu sér stað, er horfið. Það er margfalt meiri áherzla lögð á landvarnirnar. Við getum ekki unnið upp margra ára vinnutjón, en við erum að gera okkar ýtrasta til að bæta fyr- ir drungann og kæruleysið, sem rikt hefur undanfarin ár. Þeg- ar óvinurinn kemur, mun hann mæta mótstöðu, sem ekki hefði verið til fyrir nokkrum vikum síðan. Það er engan veginn búið að lagfæra allt ennþá, það eru margir brestir óbættir, en lag- færingarstarfinu er haldið áfram í sífellu. Því miður er tími yfirsjónanna ekki liðinn hjá. Versta yfir- sjónin var sú, að reka ekki þá menn, sem vanræktu starf sitt. Afleiðingar samningstilraunanna við Japani síðastliðnar vik- ur sýna, að við líðum fyrir nærveru þessara manna og áhrif á ráðstefnunni. Almenningsálitið er hneykslað á hugleysinu og heimskunni, á hinum ódrengilegu svikum, sem Kína hefur orðið fyrir í samningunum um Burma-veginn. Þessi þjóðvegur er lífæðin fyrir frelsi og sjálfstæði Kína. Þetta er aðal birgðauppsprettan, sem nærir hina hreystilegu baráttu Kína fyrir þjóðarfrelsi. Við höfum samþykkt eftir skipun Japana, að eyðileggja þessa lífæð, allar skýringar um að það sé einungis yfir rign- ingatimann og meðan færðin er erfiðust til flutninga, er lítil- fjörleg og ósannsögul blekking. Það koma tímabil, þegar veg- urinn er ófær, en þau eru stutt, vanalega um tíu dagar í senn. Á öðrum tima, og stundum á rigningatímabilinu, er liægt að flytja þungar birgðar eftir þessum vegi. Þetta er eina leiðin, sem hægt er að koma birgðum eftir til þeirra, sem halda uppi baráttunni fyrir frelsi og sjálfstæði Kina. Með þessum samningum erum við að taka á móti skipunum frá Japönum um að bregða egg á barka kínversks sjálfstæðis. Ef við hefðum sjálfir verið i sporum hinna dauðhræddu frönsku ráðherra, þegar þeir gáfust upp, og ef við hefðum of- ið þeirra svikaþátt gegn gömlum bandamanni og vini, til þess að bjarga okkur sjálfum, myndi það hafa verið verk, sem drekkt hefði nafni lands vors í smán. En hvað er það svo, sem við höfum vonir um að liafa upp úr þessu? Japanir þora ekki að senda flota sinn frá Kyrrahafi til Atlantshafs til þess að hjálpa óvinum vorum til að vaða inn ' England. Japanir mundu eiga það á hættu að verða ofurliði bornir á heimahöfum sínum. Með hverju hafa Japanir borgað okkur? Hvar eru hinir þrjátíu silfurpeningar ? Sannleikurinn er sá, að þetta er byrjunin á samskonar upp- gjöf sem lagt hefur lýðveldi meginlanda Evrópu að velli. Manchukuo, Abessiniu, Spáni, Tékkóslóvakíu — öllum þessum rikjum lofuðu óvinimir friði og vinsemd af sinni hálfu. Einræðisherrarnir hafa alltaf komið með hinar auðvirðileg- tistu afsakanir fyrir loforðasvikum sínum, þegar þeir voru reiðubúnir til þess að gleypa næsta bita. Þetta er orsökin fyrir ógæfunni, sem náð hefur yfirtökunum á meginlandi Evrópu. Það er glveg óskiljanlegt að þessi síðasta uppgjöf skyldi á- kveðin og framkvæmd án þess að ráðgast við Bandaríkjamenn eða Rússa. Bæði þessi lönd voru vön að nota Burma-leiðina til þess að Framhald á bls. 13. Aðstoðarmaður Bandaríkja- forseta. James Forrestal, ráðunautur Roosevelts í landvarnarmálum, Hann var áður formaður Dillon bankasamsteypunnar í New York. Jafnvel sæmilegt undanhald hefur gildi fyrir konur. Harold Wearden. **-x- James Carroll og Jesse W. Lazear voru í nefnd þeirri er send var til Cuba árið 1900, til þess að rannsaka gulu hitaveik- ina. I þeim tilgangi að sanna kenninguna um það að hitaveik- in stafaði af smitberandi mosk- itoflugum, lét Carroll í tilrauna- skyni moskitoflugu bíta sig. Hann fekk hitaveikina, en lifði hana af. Lazear aftur á móti var að sér óafvitandi bitinn af moskitoflugu og dó af afleið- ingum gulu hitasóttarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.