Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 9

Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 9
STUNDIN 9 bagga með honum. Hann getur lítið ferðast um land sitt sök- um peningaleysis, auk heldur til annarra landa. Læknar hafa fyrirskipað honum að borða gott fæði, en hann hefur ekki pen- inga til þess að kaupa þetta góða fæði, þótt heilsan sé í veði. Skáldið B hefur gefið út ljóðabækur, sem vakið hafa athygli. Erfiðisvinnu getur það ekki stundað vegna meðfæddrar lík- amsbilunar. Það hefur dregið þannig fram lífið, að borða eina máltíð á dag, nema þegar höpp og hending hafa liðsinnt því. Skáldið B hefur gengiði í tötrum, aldrei eignast sængurföt, heldur legið við þunna og skjóllausa ábreiðu í óupphituðum þakherbergjum. Þó hefur það orkt nokkur ljóð, sem telja má með hinu fegursta og tærasta i islenzkum nútíðarskáldskap. Heilsu hans er nú tekið að hraka. — Rithöfundurinn D hefur sýnt mikinn dugnað við starf sitt og hæfileikar hans hafa ekki verið dregnir í efa. Hann er spar- samur og reglusamur, en siðastliðið ár voru tekjur hans sam- svarandi mánaðarlaunum andlausrar hengilmænu á skrifstofu. Hann hefur sótt um allskonar störf, en engin fengið. Vinir hans hafa forðað honum frá hungri. Hann hefur enn ekki haft efni á að kaupa gamla ritvél til að nota við hreinritun verka sinna. Eg vissi til þess, að hann fékk skó og skyrtu að láni hjá kunningja sínum, svo að hann gæti verið ,við jarðarför Ein- ars Benediktssonar. *** Þannig eru aðstæður þeirra manna, sem eiga að vera blys- berar þjóðarinnar í myrkri komandi tíma. Lif þeirra er óslitin barátta fyrir brýnustu nauðsynjum, uggvæn og hörð barátta, sem megnar ekki að veita þeim hinar brýnustu nauðsynjar. Æskuþróttur þeirra gengur smámsaman til þurrðar, fegursta aldursskeið ævinnar líður í köldum skugga, starfsvilji þeirra og iífsgleði, — hinar dýrmætustu stoðir mannsins, — heyja daglegt stríð við orma svartsýninnar og vonleysisins. Eiga skáld að vera hálfgildings vesalingar, sem cru í vandræðum út af pappírsleysi og blekskorti, hvað þá fæði og klæðum? Eiga skáld að vera auðnulitlir betlarar, sem flækjast á milli Heró- desar og Pílatusar og hafa ekki hugmynd um sinn næsta næt- urstaíi? Eða eiga þau að lifa eins og mönnum sæmir og halda á lofti fánum andlegrar menningar, eins og skáldum sæmir? ■— Þessum spurningum læt ég ósvarað, en mér hrýs hugur við basli og böli sumra félaga minna og stallbræðra, sem búa yfir óvenjulegum hæfileikum. „Enginn verður óbarinn biskup”, segir máltækið, en samt finnst mér að þjóðfélagið ætti að taka til nákvæmrar yfirvegunar, hvort ekki er mögulegt að hlúa betur að hinum ungu skáldum á einhvern hátt. Mér finnst að þjóðfélagið ætti m. a. að hlutast til um, að ,þau geti kynnst landinu og þjóðinni, að þau geti aflað sér viðtækari menntun- ar — og að þau geti unnið að starfi sínu í dag, án þess að bera kvíðboga fyrir hungri á morgun. Hungur er jafnhörmulegt fyrir ung skáld og annað ungt fólk. En sjái forráðamenn þjóð- félagsins engin úrræði í þessu efni, þá ættu þeir að láta viður- kennda lækna rannsaka, hvort innýfli skálda eru. þannig gerð, að þau geti lifað af lofti, blávatni og guðsblessim. Ef til vill er það líka glæpur, að vera skáld á Islandi? Sé svo, þá mælist Framh. á næstu síðui Ei |Ingersoll, admíráll, sem verið hefur yfirmaður beiti- skipsdeildar Bandaríkjaflotans. Honum hefur nú verið fengið enn ábii’gðarmeira starf sem aðstoðaryfirforingi flotans. Herská kona. lin ameríska flugkona, Lorens loloway, vill láta flugkonum- r leggja frá sér prjónana og taka upp flug fyrir alvöru, ef Bandaríkin lenda í stríði. Hún er nú að stofna flugdeild kvenna í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.