Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 34

Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 34
34 STUNDIN að ganga í herinn og berjast við landa sína. Þetta eru aðal- lega stúlkur á aldrinum 17 til 23 ára, þær þurfa að vera vel menntaðar og helzt háskóla gengnar. Þeim er kennt að gefa járnbrautarmerki og vinna við síma og skeytasendingar. Úr- valsliði er kennt að nota skammbyssu og stjórna vélbyss- um. Aðrar eru látnar leyta að smygluðum varningi, aðallega þó peningum hjá kínverskum farþegum. Flestar þessar stúlkur eru við æfingar í Chiangsintien, en það er nálægt Marco Polo- brúnni í NorðurKína. Æfinga- stöðvar eru einnig í átta öðr- um stöðum. Konur þessar" ganga í nýtízku herklæðum en þáð er hnepptur jakki og pils og húfa. Þær gegna flestar svipuðum störfum og konur í ófriðarlöndum Evrópu, nema þær, sem látnar eru skjóta nið- ur landa sína, er sýna innrás- arhernum mótþróa. Kínverjar hafa líka herskóla fyrir konur, þar sem þær læra kínverska útbreiðslustarfsemi og stjórnmálakenningar. Kon- ur þessar eru síðan að náminu loknu sendar inn í hin herteknu svæði í Norður-Kína, til þess að beita þar áhrifum sínum, meðal kinverja, sem settir hafa verið til þess að vinna fyrir Japani. Þetta er hættulegt starf, en vel launað og spenn- En það má mikið vera, ef hinir japönsku herforingjar eiga ekki eftir að naga sig í handarbökin fyrir að hafa nokkurn tíma tekið kínverskt kvenfólk í herþjónustu, því kvenþjóðin kvað vera venju fremur undirförul og viðsjár- verð í Kína. Fjöldi fiska eru innkróað- ir i marga mánuði í senn í hinum frosnu ám Síberíu á vorin, þegar ísinn fer að leysa kemur í ljós að fiskin- um hefur ekki orðið meint af fangelsisvistinni! vitnislega og mundi þá eftir viðhafnarbúningi sínum og flýtfl sér inn. Sísera var vakandi. Hann brosti við henni. „Þú ert vænsta stúlka”, sagði hann. „Eg heyrði til þín. Eg vissi, að mér myndi vera óhætt liérna. Gestrisni Keníta er fræg, og Heber er bezti náungi”. Jael langaði ekki til að tala um Heber. Hún gekk til Sísera og sveipaði þéttar að sér slæðunum. Hún var vel vaxin. ,,Eg ætla að sækja þér eitthvað að eta”, sagði hún. Hún sat hjá honum meðan hann snæddi. Henni varð star- sýnt á breiða bringu hans og vöðvana, sem hnykluðust á öxl- um hans og örmum. Hún var hrifin af gráum, hvössum augum Jians og þéttu, kolsvörtu skegginu. Þetta var maður. Þvílíkur munur á honum og kjötþjós eins og Heber. Hún fór að tala við hann. „Hingað hafa komið tvær sveitir fsraelsmanna. Þeir segja að Jahve hafi unnið sigurinn. Jahve er mikill guð”. „Jahve má fara norður og niður”, ságði Sísera. „Ef ekki hefði hlaupið vöxtur í ána vegna óveðursins, þá væri ég nú búinn að vinna allt land ísraelsmanna. Stríðsvagnarnir mínir komu að engum notum”. „Herra minn, ég er af ætt Israelsmanna”, sagði hún. "Jahve sendi þetta óveður. Hann er mikill guð. Manstu ekki, að hann leiddi þjóð mína út af Egyptalandi og hann stöðvaði sól og tungl yfir Ajalon. Mér er ekki um þjóð mína, en Jahve er mik- ill guð”. „Þeir segja að Debóra leiki við hvern sinn fingur”, hélt hún áfram. „Hún hefur ort kvæði um sigurinn”. „Herra minn” sagði hún. „Hvers vegna tilbiður þú ekki Jahve. Þá værir þú óhultur og konungur. Þú ættir að taka trú þjóð- ar minnar og gera Israelsmenn volduga. Lít þú á kvæði okkar og skáldrit,, — við þörfnumst einungis mikils liershöfðingja”. „Ef þið ættuð meira af kvæðum og skáldritum”, sagði Sísera „en minna af ruddaskap og siðleysi, þá mundi mér finnast meira til um trú ykkar. Baal er fullgóður handa mér. Og þjóð mín er voldug. Bíddu bara, þangað til ég kemst aftur til Haróset”. „Þú verður að gista hér í nótt, herra minn”, sagði hún. ”Það eru svo margir varðflokkar að leita þín enn. Á morgun er þér óhætt að fara”. „Hvar er Heber?” spurði Sísera. „Hann er farinn í eina af þessum verzlunarferðum sínum”, sagði hún. „Leita sér að einni fylgikonu enn”, bætti hún við. „Tjaldbúðirnar eru fullar af leifum hans”. „Eiskarðu ekki mann þinn?” „Herra minn, ég ann þér einum”. Hún stóð á fætur og sveip- aði að sér slæðunum, svo að þær féllu þétt að líkama hennar. Sísera leit á hana athugulum augum. Farin að fitna, eins og allar þessar Júðastelpur, hugsaði hann. Þvi í skollanum hugsa þær ekkert um útlit sitt? Jæja —. Hann seildist til hennar. Jael vaknaði snemma næsta morgun. Sólin var að koma upp. Hún leit á Sísera, sem svaf vært við hlið hennar. Þetta var lífið sjálft. Þannig yrði ævi hennar upp frá þessu. Hún mundi eign- ast börn með honum. Hún yrði drottning í Haróset, Þau ættu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.