Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 45

Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 45
S T U N £> I N 45 » nátttrölla höndum« Eg vil leiða athygli að ofan- nefndu ádeiluriti Eiríks læknis Kjerulfs una skrautútgáfu forn- rita vorra. Kjerulf finnur að því, að sögunum sé gefinn sá vitnisburður í formálum fyrir þeim, að þær hafi geymzt í arf- sögum og munnmælum öldum saman, unz farið var að færa þær í letur á 12. og 13. öld, og að þær sé einskonar historisk- ar lygasögur. Þetta er í fyrsta sinn, að sögurnar eru skrautút- gefnar, og það er líka í fyrsta sinn, að þær fá annan eins vitn- isburð. Það fer ekki vel á því. Það er líkast því, að skrautinu sé varið á þær fyrir þann kost- innn, að vera lygasgur! Kjerulf athugar það, að engin rök sé færð fyrir þessum vitnisburði í formálunum. Formálarnir eru í rauninni ekki nema eintómur söguburður um það, hvaða skoðun menn gera sér sanninda laust erlendis, einkanlega í Nor egi, um sögurnar. Kjerulf furð- ar, að útgefendur skrautútgáfu leggi trúnað á „arfsögur”, sem von er, því að Latínuskólakenn- arar í minni tíð voru fullir þeirrar trúar, að til hafi hlotið að vera rúnarit að fornu. Kjer- úlf kveður lika upp, í riti sínu, kenningu samræma þessari, sem sé afrit af glötuðum rúna- handritum. En hann gerir enn betur. Hann leiðir sönnur að kenningunni. Því hefur enginn orkað fyrr. Meðal annarra rök- semda kveður hann handritin sjálf til vitnis um það, að á þeim sé tvennskonar stafsetn- ing, venjuleg latínuletursstaf- setning og rúnastafsetning, hvor innan um aðra, líklega á hverri blaðsíðu. Orðin með rúna stafsetningu, segir Kjerúlf, ,,eru leifar hinna fornu rúna- handrita”. Rúnastafsetning á handriti eru minjar rúnahand- rits þess og segir til fyrrver- anda rúnahandrits á líkan hátt og hleðsla í rúst ber vitni um fyrrverandi vegg. Samkvæmt þessari kenningu stafa sögur vorar upphaflega frá mikið eldri skilrikjum en handritun- um, sem sé rúnaritum, er geymdust öldum'saman þangað til, að þau voru afrituð á hand- ritin rrieð bókstöfum í stað rúna, eins og Sturlunga um getur. Eftir kenningu hans eru sögur vorar því ekki munn- mælasögur heldur sannsöguleg- ar, skráðar samtímis þeim mönnum og viðburðum, sem sögurnar fjalla um. Þannig skil ur Kjerulf við formála útgef- enda. Eins og þegar er á vikið, er hann ekkert nema orðaskrap norsku sagnaræningjanna, sem feður vorir afvirðu, og óþjóð- legur, því hann spillir mætum manna á sögunum, svæfir þjóð- legan áhuga á tungu og bók- menntum vorum og skyggir fræðiafrek forfeðra vorra. Til þessa finna útgefendur ekki því þeir eru farnir að draga taum Norðmanna án þess að verða þess varir, og hvorugt er þeim láandi, því þeim er vorkunn, svo bága aðstöðu sem vér höf- um haft til að stunda ísl. fræði til brauðs og atvinnu fram til síðustu ára. Námið varð að sækja til Kaupmannahafnar, þar sem sagnritunartogstreitan sat í hærra haldinu og íslenzka var „taboo” eins og kjöt á föstu. Norrænu mátti nefna, altam linguam septentrionalem, eða gamal-norsku, en ekki ís- lezku. Ræður að líkum, að loft- ið þar var ekki heilnæmt strjál- ingi, ungra Islendinga, er réð- ust þangað til náms. Ó- skemmdir komu þó sumir úr þeirri för, brauðlausir, en um hina hefur einatt þótt að þeim hafi förin reynzt svipað og Þór förin til Útgarða-Loka. Þeir hafi orðið fyrir sjónhverfingum og þeim mun verri en Þór, að þeir losna ekki við þær, þegar úti er, svo þeir halda sig lært hafa það, sem þeim aldrei var kennt. Það er því ekki að bú- ast við, að þeim finnist þörf á að sópa frá sínum dyrum. Hitt er kynlegra, að blöð vor og tímarit skuli þegja um rit Kjer- ulfs og hina merkilegu og þjóð- legu kennningu hans. Blöðin, sem eru; spáhrafnar þjóðarinn- ar og eiga að fræða hana um allan heim, og allt, sem til hennar tírs og tíma heyrir, því opna þau ekki dyr opinberrar ræðu um þessa nýju, rökstuddu kenningu, sem snýr gamalli þjóðtrú í vísindalega vissu og verpur auknum ljóma yfir fræði afrek forfeðra vorra. Því þessi rökstudda kenning festir bæði sannsögulleik sagna vorra og fortekur norsku togstreituna með öllu. Eftir henni kemur það ekki til nokkurra mála, að aðrir en Islendingar séu arftak- ar fornritanna, fyrst þau stafa frá rúnaritum. Jafnvel norska rithöndin, eins og Jón rektor titlaði hana, af því að hún væri ekki sannanlega fremur norsk en íslenzk, hrekkur ekki til að helga Norðmönnum neitt okk- ar fornrita. Einnig skýrir kenn- ingin það, sem engum hefur skilist: Hví skyldi Islendingar hafa ritað sögu Noregs? Það eru átthagaskipti, og ættjarð- arást til forns ættlands, sem kemur þeim til að festa rúnum minninguna um upphaf sitt og ættland fornt öldum saman fyrr en hinar þjóðirnar eignast fræðaskruddur þess kyns, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.