Stundin - 01.09.1940, Side 19

Stundin - 01.09.1940, Side 19
S T U N D I N iö En áður en um langt leið spilltist svö með þeim kaupsýslu- mönnunum, að heita mátti fullur fjandsltapur á milli þeirra. Það voru nú liðin mörg ár siðan þeir höfðu talazt við. Og þegar þeir gengu hvor fram hjá öðrum á einu götunni í þorp- inu sátu beinharðir hattarnir óbifanlega kyrrir á þeirra virðu- legu kollum. Og þótt þeir væru báðir hversdagsgæfir var hægt að hleypa þeim hvorum um sig i hinn mesta geðofsa með því að tala um hinn. Þá létu þeir út úr sér hvor um annan orð, sem ekki væri vansalaust að hafa eftir hér. „Það er ósköp að vita það, hvað blessaðir mennirnir geta borið ókristilegan hug hvor til annars”, sagði líka Daði gamli í Barði um þá. En það var ekki laust við að smávegis glotti brygði fyrir í öðru munnvikinu á honum, þegar hann sagði þetta. Og þeir, sem kunnugastir voru málefnum þorpsins full- yrtu jafnvel að Daði væri ekki alveg saklaus um það, hversu samkomulagi kaupmannanna var nú komið. En sjálfur mátti hann ekki heyra slíkt og kallaði það versta þvætting. ,,Eg hef aldrei heyrt aðra eins bölvaða vitleysu”, sagði hann og spýtti fyrirlitlega. ,,Að ég hafi átt að spilla samkomulagi tveggja beztu borgaranna í plássinu! Eg, sem hef verið sáttanefndar- maður í tuttugu ár!” En — svona okkar á milli sagt, — þá var þetta ekki eins mikil lygi og Daði vildi vera láta. Meðan kaupmennirnir héldu saman þótti Daða að ýmsu leyti óhagkvæmt að skipta við þá. Þeir komu sér saman um að halda sama verði í báðum búð- unum, þeir hækkuðu sömu vöruna sama daginn. Einkum þótti hátt verð á svokölluðum munaðarvörum, t .d. kaffi, og það kom nú bæði við hjartað og pyngjuna hjá Daða i Barði og hyski hans .En fjölskylda hans var um það leyti farin allmjög að stækka og kaupmönnunum var auðvitað ekki sama um hvar svo góður viðskiptavinur verzlaði. En Daði og fólk hans verzlaði lengi nokkurn veginn jafnt við báða kaupmennina. En svo fór Árni kaupmaður að taka eftir því, að Daði og fólk hans fór að draga úr viðskiptum sínum við verzlun hans. Þetta ágerðist stöðugt og loks fór Árna kaupmanni að verða svo órótt út af þessu að hann kallaði Daða inn á skrifstofu sína einn góðan veðurdag, þegar Daði gekk fram hjá. Kaup- maður vísaði Daða til sætis og dró fram gilda vindla með rauðu belti um magann og bauð honum. Þessir vindlar voru eingöngu ætlaðir beztu viðskiptamönnum, skuldlausum og svo tignum gestum. Daði valdi þann vindilinn úr stokknum, sem honum sýndist gildastur, hann tók út úr sér tóbakstöluna og lagði hana kyrfilega á græna þerripappírinn á skrifborðinu og byrjaði svo að kynda í vindlinum, sem kaupmaður hafði kveikt í. Samtalið gekk heldur tregt, þar til kaupmaður kom að að- aláhugamáli sínu. „Daði minn, heyrðu Daði minn, hvernig stendur á því, að þér og yðar góða fólk er hætt að verzla við mig, minn kall?” „Og ekki segi ég það nú, að við séum hætt að verzla við yður, kaupmaður góður”, svaraði Daði. „Já, en það segi ég, það segi ég”, sagði kaupmaður óðamála. „Mér sýnist þið alltaf fara til Bjarna kaupmanns, aldrei til min. Þvi gerið þið það, minn kall? Mín verzlun er fullt svo „stabíl” og „elegant” og Bjarna verzlun, ekki satt minn kall?” „Jú, jú, jú, mikil lifandis ósköp kaupmaður góðui'. En það Hér sést ungfrú Elísabet Tell vera að gæla við tóbaksplöntur í húsagarði sínum í Boston. Kannske er hún að æfa sig í broslistinni fyrir hina árlegu „Tóbakshátíð”, sem haldin er í Boston á hverju hausti. Hún var „tóbaksdrottning” í fyrra. Styrkur konunnar er ná- kvæmlega hinn frábæri hæfi- leiki hennar til þess að njóta lífsins. Boris Sokoloff.

x

Stundin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.