Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 7

Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 7
STUNDIN 7 ar, þarf skáldið að bera glögg kennsl á bókmenntir umheims- ins og fylgjast vel með öllum nýjungum erlendra starfsbræðra. Það'þarf að kneyfa af menntabrunnum fjarskyldra þjóða og dvelja meðal þeirra, til þess að læra að skilja sitt eigið land og sína eigin þjóð. Að öðrum kosti á það á hættu að forpok- ast í hrokafullri einangrun, þar sem þvermóðskuleg fáfræði er uppistaðan og aumkumarverð sjálfsblekking ívafið. — Islenzkt þjóðlíf hefur tekið slíkum stakkaskiptum á síðustu jfjórum áratugum, að slíks munu fá dæmi. Þetta leiksvið umróts og gerbreytinga þurfa skáldin að þekkja ítarlega, engar hræring- ar mega fara framhjá þeim og helzt verða þau að hafa tekið persónulega þátt í þessum hræringum. Að vísu er enginn hörg- ull á öðrum efnivið, hvarvetna bíða óleyst verkefni: fornsög- umar, þjóðsagnirnar, annálarnir og munnmælin, — allt eru þetta ótæmandi auðlindir fyrir listamennina. Eg imynda mér að óvíða finnist jafntraustir homsteinar í mikilfengleg skáld- verk og hér á landi, ef einhver skilyrði væru fyrir hendi til þess að skapa og móta skáldverkin. Hér þarf ekki að grafa djúpt eftir gimsteinunum, þeir glitra í hverri urð og hverju gildragi; en því miður eru skilyrði skáldanna heldur óglæsi- leg, — ekki aðeins sökum fólksfæðar og þröngs efnahags, held- ur einnig vegna skilningsleysis um velferð þeirra. Eg mun ekki að þessu sinni rekja baráttuferil hinna fullþroskuðu skálda, sem klifrað hafa örðugustu hjallana á leið sinni, heldur fara nokkrum orðum um hina, sem enn eru í deiglunni og eiga eftir að sigrast á hreinsunareldinum. — 3. Eg hef um fimm ára skeið haft mjög náin kynni af flestöll- um yngri skáldunum, verið talinn fylgifiskur þeirra og félagi. Þetta er undantekningarlítið blásnautt fólk, sem hefur bundið skóþveng sinn og lagt á brattann með tvær hendur tómar, en gnægð hugsjóna og vona í skreppu sinni. Það hefur valið sér hið torvelda hlutskipti vegna þess, að skáldskaparhneigðin hef- ur verið því í blóð borin, ástríðan til listrænnar sköpunar ómót- stæðileg, en hæfileikarnir misjafnir, 'eins og við er að búast. Ekki ganga allir í tiglabrókum, sagði karlinn. — Þetta unga og bíræfna fólk hefur fljótt komizt að raun um, að meðal margra mælist það illa fyrir að föndra við sögusmíði eða ljóðasmíði. Það er ekki álitin vinna, heldur skálkaskjól let- ingja og ómenna. Jafnframt þessum ásökunum hefur því verið ljóst, að skáldskapur í hjáverkum er ekki líklegur til að vega salt við skáldskap þeirra, sem hafa ekkert annað lífsstarf. Þess vegna hefur vakað fyrir því að brjótast áfram með oddi og egg, ryðja öllum hindrunum úr vegi, unz djúprættasta og einlægasta ósk þess hefur rætzt: að gefa þjóðinni fullkomin listaverk. En yngsta skáldakynslóðin hefur átt við óhemju örðugleika að stríða og tæplega getað gert sér sjálf grein fyrir þessum örðugleikum. Dulin öfl hafa hneppt hana í nokkurskonar tjóð- urband, margskonar glundroði og rótleysi hafa tafið þroska hennar og gert henni erfitt fyrir að finna brautir framtíðar- innar. Hún hefur staðið berskjölduð andspænis áður óþekktu fyrirbæri í íslenzku þjóðlífi: atvinnuleysinu. Henni hefur verið fundið margt til foráttu með réttu og röngu, en fleiri hafa þó reynt að kasta að henni steini en bera blak af henni. Mennt- Foríngi hínna frfálsu Frakka Maðurinn, sem lieldur stríðinu áfram á móti Þjóðverjum. Charles de Gaulle, sem átti sæti í stjórn Renauds áður en Frakkland gafst upp, hefur stofnað franska herdeild i Lon- don, er heldur stríðinu áfram á móti Þjóðverjum. Pétain- stjórnin hefur svift hann öllum völdum, gert eignir hans upp- tækar og dæmt hann til lífláts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.