Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 31

Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 31
S T U N D I N 31 "V Smásaga í bíblíustíl og tíma eftír írska verkfræðíngínn Brian Vcscy^Fríkgcrald Jael lá á bakinu og var að hugsa. Það var óvenju heitt í veðri, stormur í aðsigi, og hún horfði letilega á þokuslæðurn- ar, sem stigu upp af fenjunum. Hún var óánægð. Henni geðjaðist ekki að þessum stað, þessum Zaanaím, þar sem maður hennar, Heber, hafði slegið tjöldum sínum. Hún hataði þessa daunillu fúalykt af fenjun- um næstum því eins innilega og hún hataði mann sinn. Hún velti því fyrir sér, hvers vegna hún hefði gifzt honum, — hún, sem var dóttir fsraelsmanns. En Heber var Keníti, flökku- maður, þjófur, þegar einskis hugrekkis var þörf, en kaupmað- ur að öðrum kosti. Hún hataði þennan feita .hvapholda mann, flóttaleg augu hans og fjölþreifnar krumlur. Reyndar hafði hann ekki komið nálægt henni nú uin. langa hríð. Hann mátti ekki sjá af þessum nýja kvenmanni, sem hann hafði komið með úr síðustu ferðinni. En hún yrði ekki lengi í náðinni, — tjaldbúðirnar voru fullar af leifum hans. í dag var hann aft- ur að heiman. Hann hafði látið í veðri vaka að hann þyrfti burt í verzlunarerindum, en Jael vissi, að hann hafði forðað sér burt vegna styrjaldarinnar. Þessi siðasta uppreisn Israels- manna hafði brotizt út helzt til nálægt dvalarstað hans. Jael vonaði að annarhvor styrjaldai’aðilanna stútaði honum. Þá væri hún frjáls að velja sér elskhuga að sínu skapi. Hún þráði hraustan mann. Mikinn mann, mann eins og Sísera, konunginn í Haróset. Einu sinni hafði Sísera komið til Zaanaím og gist um nótt- ina hjá Heber. Heber var vinur Jabins, og Jabín var yfirmað- ur Sísera, að minnsta kosti í orði. Hún mundi hann vel. Hann var hár og dökkhærður, og eldur brann í gráum augum hans. Hver kona gat verið hreykin af að eiga slíkan mann að elsk- huga. Eins og gestrisnum manni sæmdi, hafði Hebei boðið hon- um hana, og Sísera hafði þegið boðið. Jael hafði aldrei getað fellt sig við þessa hirðingja gestrisni. Ekki svo að skilja að hún hefði beinlinis á móti þvi, — ekki þegar um menn eins og Sísera var að ræða, — en með þessu var henni gert jafn lágt undir höfði og öðrum konum Hebers. Og það var óþolandi. Hún var elcki til þess sköpuð að vera fylgikona sauðaþjófa. Hún átti að skipa æðri sess en aðrar konur, — hún skyldi gera það, verða eiginkona mikils manns, konungs eins og Sísera, eða Baraks, þessa leiðtoga Israelsmanna. En þar var reyndar hængur á. Debóra var búin að ná tökum á honum. Sú þóttist Bretar kaupa 50 gamla tund- urspilia fyrir herskipa- og flughafnir í ný- lendum sínum Hinn margumræddi samning- ur um að Bandaríkin létu af hendi við Breta fimmtíu tundur- spilla, og fengju til endurgjalds aðgang að ýmsum höfnum á eyjum Breta i nánd við Ame- ríku, fyrir herskip sín og flug- Roósevelt forseti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.