Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 36

Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 36
36 STUNDIN Paul Gezanne Eftir Gunnlaug Scheving, listmálara Væri spurt að því, hvaða listamaður hefði haft mesta þýð- ingu fyrir íslenzka myndíist, má eflaust svara, að það sé franski málarinn Paul Cezanne. Athugi maður verk hinna beztu íslenzku málara, má sjá, að margir þeirra hafa orðið fyrir áhrifum af list hans og lært af verkum hans. Vilji maður kynnast íslenzkri myndlist, er það mjög æskilegt að þekkja eitthvað til þessa listamanns og verka hans. Eg vil ekki hér með gefa í skyn að svo beri að líta á, að þessi málari megi kallast faðir ís- lenzkrar málaralistar, en hitt er víst, að list hans hefur haft ómetanlega þýðingu fyrir okk- ar ungu list, á sama hátt og hann hefur haft ómetanlega þýðingu fyrir alla myndlist seinni tíma. Eg geri mér auðvitað ekki í hugarlund að hægt sé að skýra til nokkurrar fullnustu í þess- ari stuttu grein frá ævi, verk- um eða þeirri þýðingu, er Ce- zanne hefur haft fyrir mynd- listina í heild En gæti þessi grein orðið til þess að vekja fróðleikslöngun listelskandi manna, þannig að menn vildu afla sér meiri vitneskju um myndlist yfirleitt, tel ég betur farið en heima setið. Paul Cezanne er fæddur í Aix-en-Provence í Suður Frakk- landi árið 1839. Hann var af efnuðum foreldrum kominn. Það var ætlunin, að hann lærði lögfræði, en hugur hans hneigð ist að málaralist. Faðir hans, sem sá að hverju stefndi, að- varaði son sinn, og reyndi að sýna honum fram á hvílík fá- sinna það væri að leggja út á listamannsbrautina. ,,Barn, barn, hugsuðu um framtíðina, sá einn getur fengið daglegt brauð, sem innvinnur sér pen- inga”, er haft eftir föðurnum, er hann reyndi að tala máli skynseminnar við son sinn. Þessar fortölur urðu árangurs- lausar, og fyrir atbeina rithöf- undarins Zola, sem var æsku- vinur Cezannes, leyfðu foreldr- arnir, að sonurinn færi til Par- ísar til þess að leggja stund á málaralist. Hann lærði ekki mikið á listaskólanum, í hinum venju- lega skilningi. Þegar hann var kominn til borgarinnar, langaði hann strax heim aftur, heih til hins endurlífgandi sambands við jarðveg átthaganna, eins og hann komst að orði. Þegar hann svo var kominn til æsku- stöðva sinna, þráði hann París. Faðir hans hafði gefið upp alla von í sambandi við son sinn, og lét hann alveg sjálfráðan. Cezanne fór aftur til Parísar og byrjaði nú fyrir alvöru að mála. Þessi fyrstu verk hans eru, eins og yfirleitt allt frá hans hendi, með því allra bezta,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.