Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 8

Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 8
8 STUNDIN Maðurinn, sem hefur auga með Frökkum. Joachim von Shrelpnagel er formaður nefndar, sem Hitler skipaði til þess að sjá um að Frakkar standi við loforð sín með að afhenda Þjóðverjum vopn þau og landsvæði, sem um var samið í friðarsáttmál- unum. Sögulegt ferðalag. Bernt Hange, skipstjóri í Haugasundi, og sjö vinir hans, neituðu að ganga á vald Þjóð- verja, þegar Noregur gafst upp. Létu þeir í haf og komu á gömlu togaraskrifli og komust vestur um haf og lentu í New York heilir á húfi eftir mánað- ar volkur á sjónum. Þeir voru sjókortslausir og höfðu lítinn mat, nema fisk, er þeir veiddu. unar hefur hún yfirleitt orðið að afla sér upp á eigin spýtur og líf hennar hefur stöðugt hangið á bláþræði. — Bókmenntagagnrýni er hér á mjög lágu stigi. Það er blaðr- að um bækur, allir þykjast hafa vit á bókum og vera færir um að dæma þær; — en þeir munu vera færri en postulamir, > sem skrifa þannig um bækur, að eitthvert mark er á því tak- andi. Einmitt þessir bókmenntalegu æðstuprestar hafa hliðrað sér hjá að gagnrýna verk yngstu skáldanna; í stað þess að beita sínum andlegu yfirburðum og góðfúsu kennimennsku hafa þeir hreiðrað um sig í musteri værukærðarinnar og þótzt ofgóðir til þess eða fundizt það virðingu sinni ósamboðið. Vizkupúðri sinu og skarpskyggni hafa þeir eytt á hin full- þroskuðu skáld, stundum í þeim tilgangi einum, að slá sjálfa sig til riddara, en yngstu skáldin hafa orðið að fálma sig áfram í rökkri og treysta á eigin dómgreind og ratvísi, eða verið ginkeypt fyrir þvaðri angurgapa og bulli spellikarla. Þau hafa notið lítillar aðstoðar frá hinu opinbera, því að enginn vill kaupa köttinn í sekknum. Atvinnuleysið hefur komið þyngra niður á þeim en flestum öðrum þjóðfélagsþegnum, ým- issa hluta vegna. Þau hafa ekki haft upp á annað að hlaupa en starf sitt og velviljaða en getulitla vini. Þau hafa randað með ljóð sín og sögur frá Heródesi til Pílatusar í þeirri von, að kræla sér út smánarþóknun fyrir þessar afurðir, þótt það hafi oft brugðizt. Þau hafa soltið heilu og hálfu hungri, von- laus baráttan hefur umbreytt jákvæðum eiginleikum í nei- kvæða eiginleika, sumir hafa leiðst út í drykkjuskap og annað > eyðileggjandi vandræðalíf, aðrir glatað lífsgleði sinni og hlotið dimma bölsýni í ^taðinn, — og enn aðra hefur ofþungur róð- ur gersamlega bugað. — Menn skulu vera þess minnugir, að ég tala hér aðeins um þá af yngstu skáldakynslóðinni, sem eitt- hvað hafa til brunns að bera, samkvæmt mínu hyggjuviti. Hinu ber ekki að leyna, að sérstaklega hér i höfuðborginni eru til persónur, sem þykjast vera skáld, án þess að hafa nokkuru sinni sannað það í orði og æði. Það eru undarlegar persónur, sem leika lausum hala á torgum og strætum í misprúðu ásig- komulagi og njóta oftast meiri velvildar og samúðar en hin raunverulegu skáld. Eg tala hér ekki heldur um nokkra leir- hnoðara og hortittasmiði, sem fleyta skútum sínum lystilega á vanþroskuðum bókmenntasmekk og frumstæðu bókmennta- mati, því að slíkir iðjuhöldar eru sjaldan i vanda staddir. Eg á hér einungis við þá, sem hlotið hafa í vöggugjöf neista list- arinnar eða glóð listarinnar og búnir eru að afkasta einhverju, sem gefur ótviræffar vonir um möguleika þeirra í framtíðinni, ef þeir falla ekki hálfvaxnir fyrir hinni beittu sigð. Eg sagði áðan að líf þeirra héngi á bláþræði. Það er ekkert fleipur. Eg skirrist við að nefna ákveðin nöfn í þetta skipti, en vil þó til- færa þrjú dæmi máli mínu til staðfestingar. Rithöfundurinn A er einna mikilvirkastur af yngstu skáld- unum. Hann hefur skrifað nokkrar bækur og mikinn fjölda smásagna í blöð og tímarit. Hann er venjulega í Reykjavik, þolir ekki líkamlega vinnu og verður að vera undir stöðugu lækniseftirliti, þvi að hann gengur með óvirka berkla. Árs- tekjur hans hafa aldrei farið fram úr 1200 krónum og stund- um hafa þær verið um 500 krónur. Hann neytir hvorki tóbaks né áfengis, en þrátt fyrir ýtrustu sparsemi gæti hann ekki haldið áfram að lifa, ef hjálpfús ættingi hefði ekki hönd í J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.