Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 37

Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 37
STUNDIN 37 sem til er í málaralistinni — þrátt fyrir ýmsa annmarka byrjandans, eru þau þrungin af krafti, bygging myndanna er á- vallt meistaraleg, litirnir ó- segjanlega fínir og kraftmiklir í senn. Þessar fyrstu myndir eru að mörgu leyti frábrugðnar hinum síðari verkum Cezannes. Skugg ar myndanna eru yfirleitt dökkir, en þar sem birtan fell- ur á hlutina er hún sterk. Hann málaði ekki til þess að segja einhverja sögu í myndum sín- um, því síður til þess að túlka „mannlegar tilfinningar” og sízt af öllu til þess að sýna yf- irborðsfegurð hinnar sýnilegu náttúru. Með list sinni vildi hann skapa heim hins full- komna samræmis. Cezanne er áreiðanlega einn hinna allra samvizkusömustu listamanna, sem hafa lifað. Þessi samvizku- semi kemur ekki fram í því, að hann reyndi að elta uppi og setja á léreftið hvert það smá- atriði, er hann sá í fyrirmynd þeirri, er hann málaði. Mark- mið hans var fullkomið sam- ræmi lita, forma og lína. Sem dæmi upp á þær ströngu kröf- ur, er hann gerði til þess að ná þessu marki, má geta þess, að hann málaði eitt sinn mynd af vini sínum, listsalanum Volland. Hann sat fyrir í 3y2 tíma á dag, og er hann hafði setið fyr- ir í 115 skipti, sagði Cezanne, að nú gæti hann ekki málað myndina meira í bráð. Vollard spurði listamanninn, hvernig honum líkaði myndin, en Ce- zanne svaraði: ,,Eg er ekki al- veg óánægður með, hvernig ég hef málað skyrtubrjóstið.” Hve mikið Cezanne málaði í mynd- ina eftir þetta, vita menn ekki. Þetta atvik sýnir vilja og festu hins mikla listamanns, og sýnir viðhorf svo gjörólíkt hugsun fjöldans hér á Islandi, þar sem það er álitið vottur um listlega getu og dugað, að hrúga sem allra mestu upp af myndum á sem skemmstum tíma. Þeir listamenn, er Cezanne dáð- ist að og lærði af, eru að mörgu leyti mjög ólíkir. Hinar fyrri myndir hans geta stundum minnt á Daumir. Það voru þó sérstaklega Rubens, Tintoretto og De la Croix, sem hrifu hann, einkum hinn fyrstnefndi. Síðar varð Cezanne fyrir áhrifum frá Impressionistum, sérstaklega Monet, sem hann dáði. Þó fór ekki hjá því að Cezanne sæi takmörk Impressionismans. Hinar ströngu kröfur, er Ce- zanne gerði til byggingar lista- verksins, til forma hlutanna, til hins upprunalega og frum- stæða, þær kröfur uppfyllti hin Impressionistiska listastefna ekki.. I málverkum sínum vildi Cezanne sameina litfegurð og birtu Impressionismans, við formfestu og aga hinnar klass- isku eða frumstæðu listar, og honum tókst þetta. 1 myndum hans er eitthvað af því gleði- ríka og heillandi ,sem einkennir Impressionismann alveg jafnt og þar er sú eftirminnilega al- vara ,sem einkennir verk Giott- os eða Michelangelo’s. List Cezannes breyttist. Hin- ir dökku litir hurfu, hann mál- aði í þess stað með björtum og skærum litum. Hann lifði mest heima í Aix og málaði þar það, er hann sá í kring um sig. Myndir af fólki, landslög, blóm eða stillebenmyndir. Hann var mikið upptekinn af list sinni, og sinnti ekki öðru en að mála. Nágrannar hans litu á hann sem meinlausan sérvitring. Cezanne var kröfuharður gagnvart sjálfum sér og einn- ig gagnvart öðrum. Hann var viljugur að viðurkenna það, er honum þótti gott í verkum annarra, aðfinnslur hans voru aldrei blandnar ósanngirni. Hann færði rök fyrir áliti sínu, gerði grein fyrir sinu sjónar- miði. Þrátt fyrir það, að Cazanne ræri einmana og lítið skilinn af almenningi, átti hann vini meðal hinna yngri málara og skálda. Þeir komu og heimsóttu hann, hylltu hann sem hinn nýja og stóra meistara, færðu líf og gleði yfir hin síðustu ævi- ár hans. Hann dó í Aix í októ- ber 1906. Það er auðvitað erfitt að gera þeim, er lítil kynni hafa af myndlist, skiljanlega þá þýð- ingu er Cezanne hefur haft fyr- ir myndlist seinni tíma. Til þess þarf þekkingu á listsögunni í heild. Það má þó segja, að hann hafi beint listinni frá yfirborðs- eftirlíkingu — og þeim tilviljun- um er henni fylgja — að auga og styrk hinnar frumstæðu listar. — Myndir Cezannes eru lát- lausar, þar er ekkert uppá- þrengjandi eða óþægilegt. Allt er þar sjálfsagt, meðlátt, göf- ugt og fagurt. Og þó finnur maður bak við frumstæðan kraft — sem þó alltaf er haldið í skefjum af fullkomnum aga, þeim aga, sem aðeins getur skapazt við menningu margra undanfarandi kynslóða. I raun og veru hefur ekki ein manneskja af þúsundi erft hæfi- leikann til að elska eða lifa líf- inu með fullum árangri. Aðeins með stöðugu, meðvitandi göfgi hinnar fátæklegu skynvitundar þreyfar hinn fullvaxni maður og hin fulltíða kona sig áfram að skipulegri, viðfeldinni ham- ingju. I. A. R. Wylil. Við erum alltaf að missa frelsið, eins og við allajafna er- um að missa ástina, vegna þess að eftir hvern sigur höldum við að við getum verið rólegir og notið þess án frekari baráttu. Orustunni fyrir frelsinu verð- ur aldrei lokið og á þeim víg- velli verður aldrei ró. II. W. Nevinson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.